Ljósið gefur til baka til samfélagsins með framlagi í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju.
Minningarsjóður Einars Darra, Eitt líf, stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslu með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Eitt af verkefnum sjóðsins er Kærleikur í hverri lykkju og felur það í sér að prjóna kærleiksgjafir sem gefnar verða inn á meðferðarheimili.
Sjá einnig: Bára stofnar Kærleikur í hverri lykkju – Þú getur verið með
Ljósið leggur sitt af mörkum í þetta þarfa verkefni. Góðir aðilar gefa garn og eru allir þeir sem sækja prjónahóp Ljóssins hvattir til þess að leggja þessu mikilvæga málefni lið með handverki og hjálpa þannig Ljósinu að gefa til baka til samfélagsins.
Prjónahópur Ljóssins fer fram á föstudögum klukkan 10-14.