Björkin, félag ljósmæðra sem sinnir heimafæðingum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að eins og staðan er í dag geti Björkin ekki bætt við sig fleiri skjólstæðingum sem eiga vona á barni í apríl, maí og júní. Allt sé orðið fullt.
Í Morgunþætti Rásar 1 og 2 í morgun sagði Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar, að rekja megi fjöldi fyrirspurna til hertra sóttvarnaraðgerða á Landspítalanum vegna Covid-19 faraldursins. Fyrirspurnum hafi rignt inn í kjölfars frétta af því að lokað hafi verið fyrir heimsóknir maka á sængurlegudeild, en eins og kunnugt er var gripið til þeirra ráðstafana eftir að í lós kom að nýbakaður faðir, sem hafði heimsótt barnsmóður sína á sængurdeild, var smitaður af Covid-19.
Arney sagði að eftir að fjölmiðlar greindu frá því að makar mættu vera viðstaddir fæðingar, hafi ástandið aðeins róast.