Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ljósmæður hafa ekki undan við að svara fyrirspurnum um heimafæðingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björkin, félag ljósmæðra sem sinnir heimafæðingum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að eins og staðan er í dag geti Björkin ekki bætt við sig fleiri skjólstæðingum sem eiga vona á barni í apríl, maí og júní. Allt sé orðið fullt.

Í Morgunþætti Rásar 1 og 2 í morgun sagði Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar, að rekja megi fjöldi fyrirspurna til hertra sóttvarnaraðgerða á Landspítalanum vegna Covid-19 faraldursins. Fyrirspurnum hafi rignt inn í kjölfars frétta af því að lokað hafi verið fyrir heimsóknir maka á sængurlegudeild, en eins og kunnugt er var gripið til þeirra ráðstafana eftir að í lós kom að nýbakaður faðir, sem hafði heimsótt barnsmóður sína á sængurdeild, var smitaður af Covid-19.

Arney sagði að eftir að fjölmiðlar greindu frá því að makar mættu vera viðstaddir fæðingar, hafi ástandið aðeins róast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -