Ljósmyndarar á Íslandi taka höndum saman til að láta gott af sér leiða á tímum COVID-19. Til að stuðla að aukinni samkennd og til styrktar góðu málefni, munu 48 ljósmyndarar selja verk sín í netsölu.
Ljósmyndararnir völdu að leggja baráttunni gegn heimilisofbeldi lið og að styrkja Kvennaathvarfið og mun allur ágóði af sölunni renna þangað.
Allar myndir þessara ólíku ljósmyndara eru í í tveimur stærðum, 15 x 15 eða 10 x 15 cm. Allar prentaðar á sama pappír og verða í númeruðum eintökum. Myndirnar verða póstlagðar til kaupenda. Ein mynd verður til sölu frá hverjum ljósmyndara og hámarksupplag hverrar myndar er 100 stykki. Hvert prent af mynd kostar 10.000 kr.
Salan hófst í dag og stendur til 4. maí.