Kazuma Takigawa er ljósmyndari frá Tokyo, Japan. Hann býr yfir gífurlega mikilli reynslu á sviði ljósmynda og hefur unnið 16 ár í tískubransanum í fjölmörgum löndum.
Kazuma lærði ljósmyndum í Visual Arts College í Osaka, Japan. Síðar fluttist hann til Kaupmannahafnar þar sem hann kom að ýmsum verkefnum í London, Stokkhólmi, Berlín, Amsterdam, New York og Shangai. Hann hefur unnið að verkefnum fyrir H&M, G-Star, Hugo Boss, Elle Magazine, British Vogue og German Vogue. Upp á síðkastið hefur hann unnið með tímaritum á borð við; Fucking Young! Magazine, Sleek Magazine, Vogue Japan, Numero Tokyo, Figaro Japon, WWD Japan, Prescious Magazine og Harpers’s Bazaar Japan.
Útgáfa Mannlífs, hefur undanfarið verið að færa út kvíarnar. Auk þess að halda úti mannlif.is kemur tímaritið Mannlíf út mánaðarlega. Þá hóf Vín og Matur göngu sína á síðasta ári, en blaðið kemur út mánaðarlega. Á næstunni munu fleiri titlar koma út, sem kynntir verða síðar.
„Ég hlakka til að hefjast handa, vinna með þessum flotta hóp og takast á við ný verkefni hjá Mannlífi“ segir Kazuma.
Mannlíf býður Kazuma kærlega velkominn til starfa!