Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ljóstraði því upp að Harry þætti nýja lífið í Bandaríkjunum krefjandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins og Meghan Markle yfirgáfu Kanada í síðasta mánuði til að setjast að á nýju heimili í Los Angeles. En Harry er að basla við að venjast nýja umhverfinu að sögn vinkonu hans, vísindakonunnar Dr. Jane Goodall.

Harry og Jane hafa haldið sambandi síðan hann sagði sig frá opinberum embættisskyldum innan konungsfjölskyldunnar og flutti til Kanada og þaðan til Los Angeles.

Jane greindi frá þessu í viðtali við Radio Times. Hún sagðist ekki vita hvaða atvinnumöguleika hann hefði og hver næstu skref í þeim málum yrðu hjá honum. Hún ljóstraði því upp að honum þætti nýja lífið í Bandaríkjunum krefjandi.

Samkvæmt heimildarmanni The Sun eru Harry og Meghan nú í útgöngubanni í nýja húsinu, sem staðsett er rétt hjá Hollywood, ásamt Archie syni sínum. Sami heimildarmaður sagði að Harry hefði alltaf dreymt um að lifa alvöru Hollywood-lífsstíl.

Sjá einnig: Harry og Meghan alfarin frá Kanada

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -