Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ljót og óskiljanleg framkoma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur mánuðum eftir að snjóflóðin féllu á Flateyri í vetur hefur lítið gerst í þeim efnum að bæta tjónið. Reiði er meðal íbúa vegna slælegra vinnubragða þeirra er að málinu koma.

Hús sem talið var standa á öruggum stað í skjóli varnargarða varð fyrir öðru flóðinu. Björgunarsveitafólk gróf þar stúlku upp úr flóðinu og þótti mildi að ekki fór verr. Auk þessa ollu flóðin umtalsverðum skemmdum á munum, stórum sem smáum.

Eyðileggingin varð mikil. Fyrir utan að bátar þorpsbúa urðu allir fyrir tjóni eyðilögðust bílar, hús og margt fleira. Ljóst er af samtölum við fólk á Flateyri að eyðileggingin er mun meiri en ráða hafði mátt af fréttum eftir að flóðin féllu.

Skilningur þeirra Flateyringa sem Mannlíf hefur rætt við er að ráðherrar, þingmenn og yfirmenn Ísafjarðarbæjar hafi verið sammála um að allt tjón yrði bætt og ráðist í að tryggja betur öryggi íbúa þorpsins vegna þeirrar náttúruvár sem af snjóflóðum stafar.

Ljót og óskiljanleg framkoma

Íbúum er ekki síður brugðið með eftirleik flóðanna en þeim varð þegar flóðin féllu í vetur. Einn þeirra sem vel þekkir til er Úlfar Önundarson sem er með vinnuvélaútgerð og bátasafn á Flateyri. Hann segir þetta mikla sorgarsögu.

- Auglýsing -

„Það er sama hversu mikið menn reyna að fegra aðgerðaleysið og tala sig frá hlutunum, þetta mun alltaf verða sorgarsaga. Eina bjarta ljósið í þessu var björgun Ölmu Sóleyjar sem fór undir snjóflóð í herberginu sínu á öruggu svæði að baki snjóflóðavarnargarði. Björgun hennar gladdi Flateyringa mikið og er enn að gefa þeim styrk í sérkennilegri baráttu við peningaöfl sem reyna allt hvað hægt er að bregða fæti fyrir allt og alla hérna.

Fólk sem varð fyrir tjóni virðist allt vera meira og minna ótryggt. Þetta er alveg eins og eftir mannskæða flóðið 1995, nema nú er enginn Samhugur í verki til að greiða það sem tryggingarnar neita að borga,“ segir Úlfar.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Hann segir að sumir íbúanna hafi gefist upp og samþykkt afarkosti tryggingafélaga.

- Auglýsing -

„Mér sýnist að þar séu stuttbuxnadrengir hjá tryggingafélögunum sem njóta þess að hafa peninga af fólki eftir þessar hörmungar. Það merkilega er að tryggingarnar fá allt tjón úr svona hamförum endurgreitt frá hinu opinbera, að ég best veit. Þess vegna er þessi ljóta framkoma alveg óskiljanleg. Ekki má heldur gleyma því að fólk borgaði af fullum tryggingum í samræmi við matsverð sem nú er allt í einu ekki inni í myndinni. Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir Suðurland var lögum breytt afturvirkt þannig að fólk sem varð fyrir eignatjóni fékk fullar bætur. Það hlýtur að vera hægt að gera það líka fyrir okkur hérna. Það varð svakalegt tjón í þessum hamförum í vetur,“ segir Úlfar.

Hann segir að yfir 20 aðilar hafi tapað eignum við snjóflóðin og ekkert af því fáist bætt með sanngjörnum hætti.

„Það svartasta í þessu er þó að varnargarðarnir sem fólk treysti á, og taldi sig öruggt með, skuli ekki reynast traustsins verðir.“

Úlfar segir að héðan í frá muni fólk ekki finna öryggi á heimilum sínum á vetrum. Þá sé ekkert að gerast annað en hálfkák.

„Svo ákvað ríkisstjórnin nú í vikunni að láta andvirði eins Range Rover jeppa renna til einhverra óljósra verkefna í þorpinu. Þetta eru kannski ekki nein vonbrigði, kannski trúði aldrei neinn því sem sagt var. Reynslan kennir fólki hér eins og annars staðar,“ segir Úlfar.

Lestu úttektina í heild sinni í Mannlíf.

Texti / Guðmundur Sigurðsson
Myndir / Guðmundur Sigurðsson og Eyþór Jóvinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -