Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ljúffengur og sumarlegur réttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einfaldlega mynta: Réttur sem er kjörinn í útileguna eða sumarbústaðinn.

Kúskus
1 sæt kartafla
1 rauðrófa
3-4 msk. olía
1 msk. balsamedik
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

2 kjúklingabringur
1-2 tsk. Arabískar nætur – kryddblanda frá Pottagöldrum
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
2-3 msk. olía, til steikingar

250 g kúskús
örlítið salt
1 msk. ólífuolía
2 ½ dl sjóðandi vatn

1 límóna, börkur og safi
3 vorlaukar, smátt saxaðir
1-2 lárperur, skornar í bita
6-8 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
100 g fetaostur, mulinn gróft
lauf af 6-8 myntugreinum, söxuð
hnefafylli steinselja, söxuð

Hitið ofn í 220°C. Afhýðið rótargrænmetið og skerið í bita. Athugið að þar sem sæta kartaflan eldast hraðar en rófan er betra að hafa hana í stórum bitum og rófuna í litlum þannig að allt eldist á svipuðum tíma. Veltið grænmetinu upp úr olíu, balsamediki, salti og pipar. Setjið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í u.þ.b. 30 mín. eða þar til allt er mjúkt í gegn.

Berjið bringurnar með kjöthamri þannig að þær séu jafnþykkar. Kryddið og stráið salti og pipar á bringurnar. Hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn, eða í 4-5 mín. á hvorri hlið (fer þó eftir þykkt). Látið kjötið kólna og skerið síðan í bita.
Setjið kúskús, salt og olíu í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Lokið vel með pottloki eða plastfilmu og látið standa í 5-10 mín. Hrærið þá með gaffli í gegnum kúskúsið til þess að losa það í sundur og blandið að lokum kjúklingi og grænmeti saman við, ásamt restinni af hráefnunum. Bragðbætið með salti og pipar eins og þarf og bætið gjarnan við límónusafa eftir smekk. Gott að bera fram með myntusósu (sjá uppskrift).

- Auglýsing -

Myntusósa
350 g grísk jógúrt
2 msk. jómfrúarólífuolía
hnefafylli mynta, laufin
2-3 greinar kóríander, (má sleppa)
safi úr ½ límónu
1 tsk. hunang eða agave-síróp
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar og hunangi eða límónusafa eftir smekk.

Einfaldur og sumarlegur réttur.

Myntuhlaup
2-3 krukkur

- Auglýsing -

Gott með ostum og kjöti, sérstaklega lambakjöti.

100 g mynta, lauf og stilkar
5 dl vatn
5 dl sykur
safi úr ½-1 sítrónu
1-2 dropar grænn matarlitur (má sleppa)
1 pakki (40 g) pektín (sultuhleypir)

Setjið myntu og vatn saman í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í nokkrar mínútur, slökkvið þá undir og látið standa í 10-20 mín. Sigtið myntuna frá og setjið vökvann aftur í pottinn ásamt sykri, sítrónusafa og matarlit, má sleppa. Sjóðið saman þar til sykurinn er vel uppleystur. Stráið pektíni yfir og hrærið vel á meðan þannig að ekki myndist kekkir, ef það gerist má hella heitum vökvanum í gegnum sigti áður en honum er hellt í sótthreinsaðar krukkur. Lokið vel og látið kólna alveg.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -