- Auglýsing -
Lof vikunnar fær Melabúðin fyrir að vera með tilboð á ákveðnum aðalréttum alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Ekki spillir fyrir að viðmót starfsfólks er hlýlegt og vöruúrvalið einstakt.
Last vikunnar fá ísbúðir sem enn nota styrofoam (frauðplast) í stað endurvinnanlegra umbúða. Hið andstyggilega efni, polystyrene (einnig þekkt sem EPS) ætti ekki að vera á boðstólum á Íslandi árið 2020 ef við ætlum að huga að umhverfinu því efnið er ekki endurvinnanlegt.