Sunnudagur 29. desember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Lög um lífstíðardóm lækna sem framkvæma þungunarrof hafa verið undirrituð í Alabama

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný löggjöf um þungunarrof í Alabama hefur verið samþykkt. Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, skrifaði undir frumvarp repúblikana í gær. Lögin taka gildi eftir sex mánuði. Þungunarrofsaðgerðir verða þá refsiverður glæpur.

„Í dag skrifaði ég undir frumvarp sem var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta löggjafarþingsins“ sagði Ivey í yfirlýsingu í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram á þriðjudaginn og kusu 25 af 31 frumvarpinu í vil. „Fyrir stuðningsmenn frumvarpsins er þessi lagasetning mikilvægur vitnisburður. Staðfesting á trú fylkisbúa um að hvert líf er dýrmætt og að allt líf er heilög gjöf frá Guði.”

Sjá einnig: Þungunarrof verður refsiverður glæpur í Alabama

Ivey tók fram að Roe v. Wade dómurinn gæti haft áhrif. Roe v. Wade var tímamótamál í bandarískri réttarsögu en dómurinn heimilaði þungunarrof árið 1973 í öllum fylkjum Bandaríkjanna. „Sama hvaða skoðun fólk hefur á þungunarrofi þá getum við búist við því að nýja löggjöfin hafi takmörkuð áhrif. Að minnsta kosti eins og er” sagði Ivey. „Sem ríkisborgarar þessa frábæra lands ber okkur að virða hæstaréttardóm, jafnvel þó við erum ekki alltaf sammála honum.”

Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt. Randall Marshall, framkvæmdarstjóri ACLU, hefur lofað Ivey lögsókn. „Þetta er einfaldlega tilraun til þess að kollvarpa 46 ára fordæmi sem Roe v. Wade dómurinn setti fram” stóð í yfirlýsingu hans í gær. „Við munum ekki leyfa þessu að gerast, sjáumst í réttarsalnum.”

Demókratar börðust fyrir breytingartillögu þar sem fórnarlömbum nauðgunar og sifjaspells yrðu veitt undantekning á löggjöfinni. Þeirri tillögu var hafnað í atkvæðagreiðslu 11-21. Lögunum fylgir ein undantekning en konum yrði heimilt að enda þungun ef áframhaldandi meðganga myndi stefna heilsu þeirra í hættu. Læknum gætu verið refsað með 99 ára fangelsisvist. Konunum yrði ekki refsað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -