Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Lög leyfa blekkingar og kúgun á neytendum – KÖNNUN

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf skoðaði upprunamerkingar kjötafurða, lög og reglugerðir þar að lútandi og gerði svo 150 þátttakenda könnun sem sneri að neytendum og vitneskju þeirra um málefnið. Í ljós kom að neytendur eru ekki upplýstir, blekkingar, kúganir og fleira eru í gangi á markaðnum.

Greinilegt er að neytendur eru almennt ekki meðvitaðir um það hvort þeir séu að kaupa íslenskar eða erlendar/innfluttar kjötvörur. Það er ekki skrítið þegar reglur um innflutt kjöt og kjötafurðir eru skoðaðar. Mannlíf skoðaði ítarlega hvað veldur því að 150 manna úrtak fólks taldi sig vera að kaupa íslenskar afurðir sem reyndust svo alls ekki vera íslenskar.  Margt annað fléttaðist inn í málin sem telja verður mjög undarlegt og beinlínis ósanngjarnt. Ljóst er einnig að íslenskum neytendum varðar ekkert um það hvað þeir eru að láta ofan í sig né hvaðan það er upprunnið.

 Innflutt

Lang algengast er að sjá innflutt kjöt frá Austurríki, Póllandi, Þýskalandi og Spáni þó það sé auðvitað alls ekki tæmandi listi. Ljóst er að lög og reglur sem snúa að bændum í áðurnefndum löndum eru allt aðrar en þær sem íslenskir bændur þurfa að fara eftir. Svo eitt dæmi sé tekið, þá mega íslenskir bændur ekki fylla dýrin sín af sýklalyfjum í vaxtarhraðandi tilgangi, sem betur fer. Þú ert það sem þú borðar er alls ekki einungis máltæki svo neytendur ættu að geta haft allt á hreinu varðandi þessi mál, en svo er raunin alls ekki. Auðvitað ræður fólk hvað það borðar innflutt eða ekki, málið snýst um að fólk fái réttar og góðar upplýsingar. Margir kæra sig alls ekki um að láta ofan í sig kjöt sem er upprunnið utan Íslands því hér á landi eru lög og reglur um hvað má og hvað má ekki gefa dýrunum af lyfjum og öðru, með þeim ströngustu, ef ekki þær ströngustu. Fyrir marga snýst þetta líka um það hvernig farið er með dýrin.

 

Hér er Kjötbankinn hreinlega ekki viss hvaðan nautalundin er, Nýja sjáland EÐA Danmörk !

Ekki í lagi

- Auglýsing -

Fyrirtækjum sem flytja inn kjöt er ekki skylt lögum samkvæmt að geta um upprunaland sé varan hrá og einungis búið að krydda hana og ekki ef varan er elduð. Lögin gilda einungis um hrátt óunnið kjöt, þá er þeim skylt að geta uppruna þess. Þetta getur ekki í neinni útfærslu verið í  neytendum í hag en með þessu ákvæði er mjög auðvelt að blekkja þá. Smá pipar á nautakjöt og þú veist ekki hvaðan það kemur og það getur alls ekki talist viðunandi fyrir neytendur.

Svar Mast

 Loðið

Gömul íslensk rótgróin fyrirtæki eru mörg ekki svo íslensk lengur en fólk treystir merkinu og telur sig vera að kaupa íslenskt kjöt. Ali er dæmi um fyrirtæki sem virðist vera með meiri hluta kjötafurða sem þeir selja úr innfluttu hráefni. Þegar merkingar á vörum þeirra eru skoðaðar sést að það er ýmislegt í gangi. Upprunaland Ali beikons er Þýskaland, fyrirtækið verður að merkja það því það er hrátt. Annað er ekki merkt nema ef um íslenskt sé að ræða en jafnvel þá eru merkingarnar ekki eins.

- Auglýsing -

Nýjasta nýtt er að líma íslenska fánan á það sem á að vera íslenskt kjöt. Við skoðun á málinu fannst einungis ein vara frá Ali sem var bæði merkt upprunalandi, Íslandi og íslenska fánann var einnig að finna á umbúðunum. Það átti því klárlega alls ekki að fara framhjá neytandanum að þetta væri íslenskt kjöt. Annað kjöt var ekki merkt með uppruna bara búið að líma á umbúðirnar íslenska fánann. Þetta vekur upp spurningar og grunsemdir, það er mjög auðvelt að segja að límmiði hafi lent á kjötinu fyrir mistök en annað gildir ef upprunaland er skráð Ísland og það er límmiði einnig til staðar.

Upprunaland ekki merkt og mynd sem er mjög blekkjandi.
Upprunalands ekki getið en Íslenski fáninn límdur á umbúðirnar
Engar upplýsingar um upprunaland
Engar upplýsingar um upprunaland að finna hér
Upprunaland ekki tilgreint
Upprunaland ekki tilgreint
Upprunaland ekki tilgreint
Upprunaland ekki tilgreint
Upprunaland ekki tilgreint en kjötið skreytt með límmiðanum góða
Upprunaland ekki tilgreint
Íslensk bjúgu ? Sennilega ekki því upprunaland er ekki merkt …..
Upprunaland Ísland og fáni

 

Eftirlit

Er einhver að fylgjast með þessum málum svo vel sé ? Svarið er því miður nei. Vilji neytandi vera þess fullviss að vera um að varan sé íslensk verður að sneiða hjá öllu nema því sem er merkt Íslandi sem upprunalands.Vörur sem eru ómerktar eru ekki íslenskar þó umbúðirnar gefi það í skyn, það er einfaldlega verið að nýta ákvæði laganna sem segja að ekki þurfi að geta uppruna ef varan er elduð eða krydduð.

Örugg með hvað ?

 Blekkingar

Íslandsnaut. 100 % íslenskt blasir við neytendum þegar þeir leggja leið sína inn í kæli, svakalegar merkingar sem segja að allt undir þessu vörumerki sé 100 prósent íslenskt, ekki satt? Nei, það er því miður ekki satt því ef betur er að gáð má finna Austurríska fánann límdan á sumar vörurnar, ekkert útskýrt hann bara límdur á til þess að fría sig ábyrgð sennilega. Er í lagi að auglýsa svona? Þegar betur er að gáð er þetta ekki rétt! Vefsíða Íslandsnauts er einnig blekkjandi fyrir neytendur. Verslanir sem setja upp þessar merkingar eru engu betri því auðvitað er vitað að þetta er ekki rétt. Hvers vegna stendur ekki Austurískt og íslenskt 100 % ?  Þetta er alls ekki í lagi og ætti ekki að viðgangast.

100% íslenskt ? Alls ekki
Hér má sjá 100% íslenskt nautakjöt frá Austurríki

 Veitingahús

Þegar fólk fer á veitingahús má það vera visst um að það hefur ekki hugmynd um hvaðan kjötið er sem það er að borða er upprunnið. Vitað er um marga staði í veitingageiranum sem ekki verða nafngreindir hér að þessu sinni, er státa sig af því að bjóða upp á betra verð en aðrir, sem er gott og blessað. Ástæðan fyrir því að viðkomandi veitingarstaðir geta boðið lægra verð er einföld, það er notað innflutt hráefni sem kallað er íslenskt, sé um það spurt. Neytendur hljóta að hafa rétt á því að vita fyrir víst hvað þeir eru að láta ofan í sig og hvaðan það er, eins og staðan er núna er það ekki réttur okkar neytenda. Það ætti að vera skilyrðislaus réttur neytenda að geta gengið að öllum upplýsingum vísum og geta treyst þeim, en staðan er allt önnur.

 

Harkalegar aðgerðir

Verslanir krefjast þess að íslenskar kjötvörur séu teknar til baka renni þær út en þá kröfu geta þeir ekki gert þegar um innfluttar kjötvörur ræðir. Verslanirnar stilla því innfluttum kjötvörum fremur á bestu staðina og mest áberandi því þær sitja uppi með tapið á þessum vörum. Á meðan þurfa þær íslensku að taka baksætið sem er mjög slæm þróun. Nokkrir aðilar sem verða ónefndir hér sögðu Mannlíf að það væri svo svæsið ástand að þeim væri jafnvel hótað með því að vörur þeirra yrðu ekki seldar hjá keðjunni ef að þessum skilmálum væri ekki gengið.

 

Niðurstaða  könnunar

Mannlíf gerði óformlega könnun sem fól í sér að 150 manns voru spurð nokkurra spurninga og niðurstöðurnar eru sláandi.

149 töldu Ali einungis bjóða upp á íslenskar kjötvörur.

128 töldu að Stjörnugrís væri að mestu með erlent kjöt.

134 sögðust alls ekki kaupa erlent kjöt, vildu bara íslenskt.

150 þekktu ekki reglur um upprunamerkingu á kjöti sem er kryddað eða eldað.

150 manns sögðu það að 100 % íslenskt væri nokkuð sem þeir veldu fram yfir erlendar vörur gæðanna vegna.

150 sögðust ekki hafa leitt hugann að öðru en þeir væru að borða annað en íslenskt kjöt á veitingastöðum.

Niðurstöðurnar sýna glögglega að fólk treystir því að þeirra hagsmuna sé gætt og að fólk treystir fyrirtækjum sem eiga að heita gömul rótgróin íslensk fyrirtæki með íslenskar afurðir, það les síður á umbúðir þessarra aðila. Það er því mjög auðvelt að blekkja neytendur, ekki vegna þess að neytendurnir séu vitlausir heldur vegna þess að fólk trúir því alls ekki að þeirra hagsmuna sé ekki gætt í samræmi við lög og reglur. Neytendur þekkja flestir þau mjög ströngu skilyrði sem íslenskum bændum eru sett og hvernig í ósköpunum á nokkrum að detta það í hug að svona lagað líðist undir vernd laga og reglna.

Taka má fram að Stjörnugrís er eitt fárra fyrirtækja sem standa sig vel í að upprunamerkja vörurnar sínar sem eru að mestu leyti íslenskar, þvert á það sem fólk taldi í könnuninni.

Hér fer ekki á milli mála að um Íslenska vöru er að ræða
Stjörnu Grís er að standa sig vel í merkingum, hér er engin vafi um upprunaland
Hér var upprunaland ekki tilgreint, ekki aftan á pakkningu heldur

 

Íslenskir bændur

Íslenskir bændur sitja svo sannarlega ekki við sama borð með sínar afurðir. Þeim er gert að fara eftir ströngum lögum og reglum, sumum hverjum ósanngjörnum. Margt vakti athygli Mannlífs við gerð greinarinnar, sumt af því getur vart talist annað en tilraun til þess að útrýma íslenskum bændum. Séu tveir einstaklingar látnir berjast og annar þeirra með bundnar hendur fyrir aftan bak og bundið fyrir augun þarf ekki að spyrja hver fer með sigur af hólmi. Haldið verður áfram að fjalla um ýmislegt sem tengist þessum málum því það er svo sannarlega af nægu að taka.

 

Upprunaland ?
Upprunaland ekki tilgreint en Íslenski fáninn er á umbúðunum
Upprunaland ?
Upprunaland er merkt, Ísland

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -