Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Lögðu hald á þrjú kíló af amfetamíni og hundrað e-töflur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremenningarnir, sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, snýr meðal annars að fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Ráðist var í þrjár húsleitir vegna þess. Samkvæmt tilkynningu miðar rannsókn málsins vel.

Lögreglan lagt hald á um þremur kílóum af amfetamíni, 90 grömmum af kókaíni og rúmlega 100 e-töflum. Eignir hafa verið haldlagðar og kyrrsettar en grunur er um að tilurð þeirra megi rekja til ágóða af brotastarfseminni.

Þremenningarnir voru handteknir 14. júní síðast liðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru á fertugs- og fimmtugsaldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -