Lögreglan á Akureyri er í miklu stuði þessa dagana og hundeltir blaðamenn alla leið til Reykjavíkur. Bæði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks eru í hópi þeirra sem norðanlöggan ætlar að yfirheyra á næstu dögum. Miklu er til tjaldað og ætlar Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri að senda mann suður til að taka innan úr blaðamönnunum. Tilefnið er það að upplýsingar voru birtar í umræddum miðlum um svokallaða Skæruliðadeild Samherja sem sá um að breiða út óhróður um Helga Seljan fréttamann og fleiri sem Samherji hafði skilgreint sem óvini sína. Uppljóstanirnar eru raktar til síma eins skæruliðans, Páls Steingrímssonar skipstjóra og leynipenna Samherja, sem hermt er að hafi verið byrlað eitur í því skyni að koma símanum í hendur fjölmiðla. Lítið er aftur á móti að gerast í rannsókn á mútumáli Þorsteins Más Baldvinssonar og þeirra Samherjamanna í Namibíu, enda slíkt væntanlega ekki inni á áhugasviði Páleyjar lögreglustjóra …