Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Logi verður áfram hjá FH – Freyr ekki að taka við – „Kristján Óli veit þá meira um málið en ég“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football segir að Freyr Alexandersson sé klár í að taka við karlaliði FH ef starfið losnar. Gengi FH undanfarið hefur verið heldur brösugt eftir góða byrjun. Kristján Óli sagði að pressa væri farin að myndast á Loga Ólafsson, núverandi þjálfara FH, en liðið mætir Breiðabliki í Kópavogi á morgun.

„Ef að fer illa á Kópavogsvelli á sunnudaginn þá er líklegt að gikkurinn verði hlaðinn,“ sagði Kristján.

Mannlíf náði tali af formanni knattspyrnudeildar FH, Valdimari Svavarssyni, nú undir kvöld og spurði hann hvort eitthvað væri hæft í þessum orðum Kristjáns:

„Kristján Óli veit þá meira en ég, en nei, það stendur alls ekki til að reka Loga og ráða Frey. Við í stjórn FH berum fullt traust til Loga Ólafssonar og erum mjög ánægð með störf hans.“

Það er því ljóst að orð Kristjáns Óla eiga ekki við rök að styðjast og Valdimar segir „að þótt stundum gefi á bátinn þá rjúka menn ekkert upp í einhverja vanhugsaðar ákvarðanir; við erum með flottan hóp sem ætlar sér stóra hluti. Það er bara áfram gakk og engar breytingar á döfinni,“ sagði Valdimar að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -