Föstudagur 28. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Lögmaður á villigötum réttvísarinnar: Ómar blekkti flugfarþega og sveik bætur af fórnarlambi slyss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Esja Legal, félag í eigu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, er hefur blekkt neytendur með villandi og rangri upplýsingagjöf á vef sínum, flugbaetur.is, samkvæmt Neytendastofu. Lögmaðurinn býður neytendum upp á aðstoð við að innheimta skaðabætur vegna ferðalaga með flugfélögum. Þetta er enn eitt málið á hendur Ómari sem sakfelldur hefur verið um misferli gagnvart skjólstæðingum.

Neytendastofa segir einnig að Esja Legal hafi brotið gegn lögum með því að áskilja sér rétt til að tilkynna ekki neytendum þjónustunnar um málshöfðun áður en mál er höfðað. Esju Legal er bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti áfram.

Fyrr á þessu ári varð fólk, sem sótti um bætur í gegnum vefinn, fyrir fjárhagstjóni eftir að lögmaðurinn höfðaði dómsmál á hendur ítölsku flugfélagi án þess að bera málshöfðun áður undir parið Hrafntinnu Eir Hermóðsdóttir og Ágúst Leó Björnsson. Málið tapaðist og var parinu gert að greiða lögmannskostnað.

Hrafntinna og Ágúst Leó vissu hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Vísir hafði á sínum tíma eftir formanni Lögmannafélagsins að slíkt ætti ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur sagði að skjólstæðingar bæru ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Forsagan er sú að parið átti bókað flug með Neos frá Ítalíu til Íslands þann í febrúar 2022. Töf varð á fluginu um rúmar átta klukkustundir. Þau sóttu um staðlaðar skaðabætur í gegnum Flugbaetur.is.

Tveimur árum síðar féll dómur í máli parsins gegn Neos í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalkröfur fólksins voru að flugfélagið greiddi bæturnar með vöxtum og dráttarvöxtum, að frádreginni þeirri summu sem félagið hafði þegar greitt þeim mánuði áður. Dómurinn sýknaði flugfélagið af aðalkröfum fólksins og var þeim gert að greiða allan málskostnað.

- Auglýsing -

Í svörum Esju Legal kom fram að staðfesting umsækjanda á að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þess feli í sér ótvírætt samþykki hans á skilmálunum sem og sérstaka ósk um að þjónusta sé veitt áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.
Málið varðar einnig verðskrá Flugbóta, en í ákvörðun Neytendastofu segir að á forsíðu Flugbaetur.is hafi ekki verið hægt að nálgast upplýsingar um endanlegt verð á þjónustunni.

Neytendastofa skipar Esju Legal að koma skilmálum og verðskrá  á vefsíðunni í viðeigandi horf innan tveggja vikna svo þeir séu í samræmi við lög, ef það verður ekki gert muni félagið sæta dagsektum þangað til farið verði eftir ákvörðun stofnunarinnar.

Ómar hefur staðið í ströngu undanfarið. Hann var dæmdur í undirrétti nýverið fyrir að svíkja fé af skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann fengið ákúrur frá siðanefnd lögmanna fyrir að ofrukka fyrir þjónustu sína.

- Auglýsing -

Kona sem um ræðir lenti í um­ferðarslysi árið 2020 leitaði til Ómars til að ann­ast mál sitt og inn­heimta bæt­ur úr hendi bóta­skylds trygg­inga­fé­lags. Tæp­um tveim­ur árum síðar und­ir­ritaði Ómar fullnaðar­upp­gjör við um­rætt trygg­inga­fé­lag fyr­ir hönd kon­unn­ar. Voru heild­ar­bæt­ur rúm­ar 4.4 millj­ón­ir króna, þar af 356 þúsund krón­ur vegna lög­manns­kostnaðar.

Trygg­inga­fé­lagið greiddi bæt­urn­ar inn á fjár­vörslu­reikn­ing Ómars og Esju Legal, lög­manna­stofu hans. Ómar greiddi bæt­urn­ar,3.3 milljónitr króna inn á reikn­ing kon­unn­ar sam­dæg­urs að frá­dreg­inni lög­mannsþókn­un sinni upp á 1,1 millj­ón króna.  Ári eft­ir upp­gjörið las konan í fjölmiðlum að úr­sk­urðar­nefnd lög­manna hafi gert Ómari að end­ur­greiða öðrum skjól­stæðingi sín­um hluta innheimtrar lög­mannsþókn­un­ar.

Strangar kröfur eru gerðar á hendur einstaklingum sem hafa fengið lögmannsréttindi. Óljóst er hvort undanfarin mál hafa áhrif hvað varðar réttindi Ómars R. Valdimarssonar til að flytja mál fyrir undirrétti og Landsrétti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -