Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Lögmaður gagnrýnir meintar njósnir tryggingafyrirtækis – „Þetta er með því ógeðfelldasta sem ég hef séð lengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirhugaður Ökuvísir VÍS tryggingafélagsins fær harða gagnrýni inni á Facebook-síðu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns. Flestir þeir sem taka þar þátt í umræðunni segja hugmyndina ógeðfellda og eftirlitið sem henni fylgir óboðlegt.

Ökuvísirinn er kubbur sem ökumenn setja í bíla sína og er í raun ökuriti sem fylgist með akstri bílstjóra. Þannig nemur kubburinn til dæmis hvort ekið er of hratt eða hvort ökumaður er í símanum við akstur. Tryggingafélagið stefnir á að nýta gögnin úr ökuritanum í þeim tilgangi að lækka iðgjöld viðskiptavina á þann veg að hegði þeir sér með ábyrgum hætti í umferðinni lækka iðgjöldin.

Ómari lögmanni finnst hugmyndin verulega slæm. „Þetta er með því ógeðfelldasta sem ég hef séð lengi. Hvað er næst? Gegn því að tryggingarfélagið fái afrit af sjúkraskránni þinni og fjölskyldunnar færðu afslátt af líf- og sjúkdómatryggingum?,“ segir Ómar.

Ómar R. Valdimarsson lögmaður
Fjölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson tekur í sama streng. „Hörmung. Á þetta bara að fara í gegn? Engin hugsandi mannvera lætur bjóða sér svona eftirlit,“ segir Þorfinnur.
Helgi Bjarnason forstjóri VÍS hafnar því að um eftirlit á viðskiptavinum sé að ræða og segir hugmyndina að ökukubbnum hafa verið borna undir Persónuvernd. Hann segir verkefnið ganga út á að fækka slysum. „Þetta snýst ekki um að við fylgjumst með því hvað fólk gerir hverja mínútu,“ sagðið Helgi í samstali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -