Maður var til ófriðs í mathöll þar sem hann var til ama og áreitti gesti. Lögreglan kom á staðinn og var hinum óvelkomna vísað út.
Tilkynnt var um þjófnað á vegabréfi og kveikjuláslyklum. Málið til rannsóknar.
Ungmenni gerði sér að leik að trufla umferð með því að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þessi háskaleikur þeirra var til þess að ökumenn kvörtuðu og kváðust næstum missa stjórn á bifreiðum sínum.
Óskað var aðstoðar lögreglu á ölkrá við að fjarlægja þaðan æstan aðila. Sá farinn er lögregla kom á vettvang.
Ungmenni voru staðin að því að kasta flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss. Rætt var við krakkana sem og foreldra og þeim leiðbeint um rétta meðhöndlun flugelda og elds.
Hópur ungmenna var að valda ursla í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Lögregla gaf sig á tal við ófriðarsegginar og ræddi við þau um góða háttsemi og gaf þeim sem vildu endurskinsmerki. Engar kröfur voru gerðar af hálfu tilkynnanda.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur, akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna sem og að vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna nágrannadeilna. Lögregla sinnti málinu og stlllti til friðar.
Tilkynnt um umferðarslys þar sem ökumaður hafði ekið á ljósastaur. Ekki urðu slys á fólki.