Laugardagur 4. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Lögregla í Namibíu vill Samherjamenn framselda-Interpol aðstoði við að finna 10 Íslendinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan í Namibíu vill fá nokkra lykilmenn Samherja framselda í tengslum við grun um að mútur hafi verið bornar á ráðherra og embættismenn í Namibíu. Lögreglan hefur grafist fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egils Helga Árnasonar, fyrrvverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu. Þetta kemur fram í Ríkisútvarpinu sem vitnar til gagna sem lögð voru fram vegna rannsóknar á mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings um, kvóta á hrossamakríl við Angóla sem reifað er að hafi skilað Samherja næstum 5000 milljóna króna ávinningi.

Réttað er í málinu í höfuðborginni Windhoek

RÚV upplýsir að  saksóknari telji það ljóst að Ingvar Júlíusson hafi haft stjórn yfir öllum Namibíufélögum Samherja og að Egill Helgi Árnason hafi sömuleiðis tekið við stjórnartaumunum í öllum félögum sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson stýrði áður. Egill Helgi hafi einnig stýrt, ásamt Ingvari, öllum félögum sem stofnuð voru ytra eftir það.

Í yfirlýsingu saksóknarans segir að Nampol grafist fyrir um dvalarstað, meðal annarra, Hr. Júlíussonar og Hr. Árnasonar, í því skyni að  fá þá framselda sem stjórnendur fyrirtækjanna sem frömdu brotin fyrir hönd Samherja.

Erindi til Interpol

Namibíska lögreglan sendi fulltrúa alþjóðalögreglunnar Interpol í Namibíu bréf síðastliðið vor. Erindið var að leita liðsinnis Interpol við að finna dvalarstað tíu Íslendinga sem tengjast Samherja.

Auk Ingvars og Egils Helga upplýsir RÚV að namibíska lögreglan nefni í bréfi sínu til Interpol Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, Aðalstein Helgason, sem var um skeið stjórnandi Samherja í Namibíu, Örnu Bryndísi Baldvins McClure, lögfræðing Samherja, Baldvin Þorsteinsson, son Þorsteins Más og fyrrverandi yfirmann hjá Samherja, Ingólf Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja í Namibíu, Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann sem starfaði fyrir Samherja í Namibíu, og auk þess tvo starfsmenn til viðbótar sem hingað til hafa lítið komið við sögu í fréttaflutningi af Samherjamálinu.

Auk rannsóknar í Namibíu þá er málið til skoðunar hjá Héraðssaksóknara á Íslandi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson er meðal annarra með stöðu grunaðs manns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -