Erilsöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þannig stöðvaði lögregla á annan tug ökumanna í gærkvöldi eða nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Eins þurfti lögregla að sinna að minnsta kosti ellefu útköllum í nótt vegna hávaða frá heimasamkvæmum.
Þá ók 17 ára piltur ók á kantstein í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi og var fluttur á bráðadeild Landspítalans, vegna eymsla í höfði, baki, hálsi og fæti. bar hann fyrir sig að hafa blindast af sól og því ekið á kantstein. Dráttarbíl þurfti að flytja bifreiðina töluvert skemmda af vettvangi. Móður drengsins var gert viðvart og hefur málið verið tilkynnt til Barnaverndar.