- Auglýsing -
Lögregla var kölluð út í gærkvöldi vegna reiðhjólaslyss. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvar á höfuðborgarsvæðinu slysið átti sér stað en var um að ræða ungan dreng sem datt af hjóli. Hlaut hann minniháttar áverka og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild.
Þá barst lögreglunni tilkynning vegna hrossa sem gengu laus á Hafravatnsvegi. Ekki kemur fram hvernig málið var leyst en nóttin hjá lögreglu var að öðru leiti hin rólegasta. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.