- Auglýsing -
Lögreglan stöðvaði í nótt tvo ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar betur var að gáð reyndist annar þeirra vera með fíkniefni í fórum sínum. Báðum mönnum var sleppt úr haldi lögreglu eftir sýnatöku.
Þá kemur fram dagbók lögreglu að nóttin hafi verið heldur róleg en nokkur minniháttar mál hafi endað á borði þeirra. Lögregla aðstoðaði einnig nokkra sem voru í annarlegu ástandi sökum áfengis eða fíkniefna.