Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Lögregla sögð hafa beitt harkalegu ofbeldi og eytt upptökum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingastofnun er sögð hafa lokkað tvo unga palenstínska menn frá Gaza, á fölskum forsendum til sín í Hafnarfjörð rétt um hádegisbilið. Þannig er frásögn hælisleitenda á Facebook-síðu þar sem fjallað er um málefni þeirra.

Mennirnir voru í hópi þeirra sem létu bólusetja sig nýverið en var jafnframt sagt að þeir yrðu ekki fluttir úr landi þó þeir myndu þiggja hana. UTL kvaddi þá eins og áður sagði til sín á þeim forsendum að þeir ættu að koma og sækja bólusetningaskírteini sín til þeirra því þau væru tilbúin.

Shaker, annar ungu mannanna sem plataðir voru af Útlendingastofnun
Shokry, mennirnir koma báðir frá Gaza

 

Lokkaðir á staðinn

Samkvæmt frásögn mannanna mættu þeir á tilsettum tíma og kallaði UTL þá lögregluna til staðar sem mætti á sex bílum og þeim var sagt að nú ætti að flytja þá til Keflavíkur, þeir ættu að fara út landi. Annar mannanna er sagður flogaveikur og á við geðræn vandamál að stríða en það stoppaði lögregluna ekki í að beita harðræði, að sögn sjónvarvotta að því er fram kemur í færslunni.

Mikil harka

- Auglýsing -

Sjónarvottar fullyrða að lögreglan hefði gengið hart fram og sýnt mönunum hörku. Lögmaður Rauða krossins var á staðnum og var vitni af því sem gekk á.

Frá vettvangi
Lögregla sýndi mikla hörku að sögn sjónarvotta
Starfsmenn UTL standa þarna í kring og einnig var lögmaður frá Rauða krossinum vitni af aðförunum

Lögreglan eyddi upptökunum

Lögreglan á þá að hafa hrint einum sjónarvottana harkalega og tekið símann af öðrum sem hafði tekið hamaganginn upp á myndband. Lögreglan er þá sögð hafa eytt öllu efni úr síma sjónarvotta. Að lokum var kallaður út sjúkrabíll.

- Auglýsing -

Hér má sjá færslu um málið inn á Refugees in Iceland

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -