- Auglýsing -
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglu þessa lands, og í dag var tilkynnt um bifreið á Miklubraut og var laust barn í henni.
Bifreiðin var síðan stöðvuð stuttu síðar af lögreglu og var ekki allt með felldu.
Reyndust of margir farþegar vera í bifreiðinni, og börn sem voru ekki fest í viðeigandi öryggisbúnað ætlaðan börnum.
Til að bæta gráu ofan á svart kom síðan í ljós að ökumaður var ekki með gild ökuréttindi, og hefur málið verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.