Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lögregla stöðvaði hörkudeilur um eignarhald á ketti – Rúðubrjótur réðst á blokk í miðborginni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan fékkst við afar sjaldgæft mál í gærkvöld þar sem allt var komið í hund og kött vegna deilu um eignarhald á gæludýri. Ágreiningurinn stóð um kött og reynist vera óleysanlegur án aðkomu lögreglunnar þar sem báðir töldi sig eiga köttinn. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós hvor hinn raunverulegi eigandi var. Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi varð til þess að kötturinn komst í hendur réttmæts eiganda.

Ökumaður var handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist þess utan hafa verið sviptur ökuréttindum.  sem og að aka sviptur ökuréttindum. Brotamaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann reyndist vera eftirlýstur fyrir meinta glæpi sína. Á sömu slóðum átti sér stað innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi hafði í hótunum við börn og var með ógnandi framkomu. Óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið er í rannsókn.

Í miðborginni var maður í annarlegu ástandi að vinna skemmdarverk. Sá var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Rúðubrjóturinn var handtekinn og læstur inni. Málið er í rannsókn og hann mun svara fyrir gjörðir sínar í dag.

Nokkrir aðilar reyndi að brjótast inn í kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á umræddum aðilum og málið var afgreitt á vettvangi.

Hópur ungmenna gerði sig heimakominn inni í skóla í austurborginni. Grunur er uppi um húsbrot. Málið er í rannsókn.  Á svipuðum slóðum óskaði leigubílstjóri aðstoðar vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan stillti til friðar og málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var búðarþjófur staðinn að verki. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var handtekinn eftir eltingaleik í Kópavogi. Hann er grunaður um margvísleg brot svo sem akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Þá hefur hann ítrekað verið staðinn að því að aka ítrekað án ökuréttinda. Hann reyndist vera á nagladekkjum og ástand bifreiðarinnar var þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra vegfarendur. Bílstjórinn var sem sagt á druslu á nagladekkjum og réttindalaus. Ökumaður var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Hann má búast við sekt upp á hátt í 300 þúsund krónur ef sakir sannast á hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -