Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Telur árás á íslenska feðga tengjast mafíunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri hjá VITA – ferðaskrifstofu, er búsettur á Tenerife og hann staðfestir frásögn feðganna sem þar var byrlað eitur fyrir skemmstu. Sigvaldi kom þeim til aðstoðar eftir að þeir urðu fyrir þessari óskemmtilegu reynslu og hefur í kjölfarið m.a. verið í samskiptum við lögreglu á staðnum.

Sigvaldi segir í samtali við Mannlíf að hann hafi heyrt fleiri dæmi um að fólk hafi verið rænt með þessum hætti, þ.e. byrlað eitur sem gerir fólk meðfærilegra í höndum misyndismanna. Hann staðfestir einnig að lögregla telji að um sé að ræða lyf sem innfæddir kalla burundanga eða scopolamine. Lyfið sé algengt í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum þar sem það er notað af glæpagengjum til rána og mannrána. Sá sem er undir áhrifum lyfsins verður fyrir því sem kallað hefur verið efnafræðileg undirgefni. Fórnarlambið aðstoðar gjarnan árásarmann sinn við að koma fram vilja sínum og man síðan ekkert eftir atburðum. Vegna þess hve lyfið er óhugnalega áhrifaríkt hefur það verið kallað „andremma kölska“ (e. devils breath).

„Þetta eitur er bara ógeðfellt, ég vissi hreinlega ekki að það væri til. Þetta kemur frá Suður-Ameríku og er stundum kallað Devils Breath. Þetta hefur verið að aukast í Bandaríkjunum og í Suður-Ameríku og það eru náttúrlega margir frá Suður-Ameríku hér,“ útskýrir Sigvaldi.
Sigvaldi var í ágætu samband við lögreglu eftir árásina á feðgana. Hann segist hafa fengið þær upplýsingar að lögregla kannaðist við þessa aðferð og jafnframt að þetta væri ekki óalgegnt í götunni þar sem feðgunum var byrlað eitur.

„Þetta eitur er bara ógeðfellt, ég vissi hreinlega ekki að það væri til. Þetta kemur frá Suður-Ameríku og er stundum kallað Devils Breath. Þetta hefur verið að aukast í Bandaríkjunum og í Suður-Ameríku.“

„Lögreglu þótti mjög líklegt að þetta væri tengt rúmensku mafíunni. Skömmu áður hafði umræddur maður, þ.e. faðirinn, verið að versla af götusala og opnað þar veskið sitt fullt af peningum. Það væri nóg til þess að sá sem seldi honum gleraugun hringdi í félaga sinn sem er partur af þessu,“ segir Sigvaldi og bætir við að lögreglan hafi bent á að fólk geti orðið fyrir þessari eitrun eftir fleiri leiðum en að drekka lyfið, t.d. með því að snerta það eða þefa af því. „Þá ertu kominn á vald þess.“

Sigvaldi segir að málið sé ekki upplýst en að lögregla telji að árásin á feðgana sé hluti af stærra máli. „Lögreglan gerði þó rassíu í þessari tilteknu götu eftir að málið kom upp. Maður hefur orðið var við að þeir fylgist með þessari götu og á þessum stöðum er fjöldi óeinkennisklæddra lögreglumanna að fá sér bjór og blanda geði. Bíða eftir að verða varir við einhverjar svona misjafnar aðferðir.“

Sjá einnig: „Við lifðum af og fyrir það erum við þakklátir“

Mynd af Sigvalda: Karl Petersen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -