Lögreglu barst tilkynning um þjófnað á matsölustað um fimm leytið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Stuttu síðar aðstoðaði lögregla einstakling við að komast heim til sín en sá var ofurölvi í annarlegu ástandi.
Stöðvaði lögregla 47 bifreiðar í Kópavogi vegna eftirlits með réttinum ökumanna en nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Þá tók lögreglan skráningarmerki af átta bifreiðum sem höfðu ýmist vanrækt tryggingagreiðslur eða ekki látið skoða bifreiðina innan tilskilins tíma. Má ætla að lögreglan sé í umferðaröryggisátaki miðað við dagbókarfærslurnar.