Rannsókn á morðmálinu við Barðavog er enn í fullum gangi en eru nú sex dagar liðnir frá morðinu. „Það er verið að vinna úr gögnum og bíða eftir niðurstöðum og fleira,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við Mannlíf nú í morgun.
Aðspurður hvort játning þess grunaða lægi fyrir gat hann ekki tjáð sig um það. „Það voru einhver vitni sem við erum búin að ræða við í tengslum við þessa rannsókn.“
Sá grunaði, Magnús Aron Magnússon, er í gæsluvarðhaldi til 1. júlí næstkomandi en eins og komið hefur fram var hann búsettur í sama húsi og maðurinn sem lést.