Facebook síða lögreglunnar á Suðurnesjum verður lokað eftir sólarhring. Ástæðan sem gefin er upp er sú að Persónuvernd hafi gert athugasemdir við notkun lögreglunnar á Facebook en samkvæmt heimildum Mannlífs var það ekki ástæðan.
Facebook síða lögreglunnar á Suðurnesjum er gríðarlega vinsæl síða en yfir 19.000 manns fylgir henni. Á síðunni hefur lögreglan sinnt allskyns tilkynningaskyldum, leitað að týndu fólki, varað fólk við veðri og vindum auk annarrar þjónustu. Fyrir stundu birtist eftirfarandi færsla:
Lokafærsla frá okkur til ykkar.
Yfir og út……
Samkvæmt heimildum Mannlífs var ástæðan í raun ekki athugasemdir Persónuverndar heldur var þetta ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, Úlfars Lúðvíkssonar. Vissulega hafi Persónuvernd gert athugasemdir en ekki sett sig upp á móti síðunni. Ekki hefur lögreglan í öðrum umdæmum tilkynnt lokun á Facebook síðum sínum.