Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan ætlar ekki að rannsaka COVID-skipið: „Útgerðin stefndi áhöfn í hættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum segist ekki vera með mál togarans Júlíusar Geirmundssonar á sínu borði. Fréttablaðið greinir frá því. Mannlíf greindi frá því í gær að forsvarsmenn Gunnvarar hafi ítrekað verið hvattir til að halda með skipið í land í COVID-sýnatöku. Þau tilmæli bárust frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, meðal annars á þriðja degi túrsins. Útgerðin lét það sem vind um eyru þjóta.

Sjá einnig: Útgerð frystitogarans hlýddi ekki lækni: Veikum sjómönnum haldið úti á sjó

Finn­bogi Sveins­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firðinga, hefur kallað eftir því að  yfirvöld rannsaki málið. „Með háttsemi sinni stefndi útgerðin áhöfn og öryggi skipsins í hættu og fór þannig á svig við meginreglur siglingalaga sem ætlað er að tryggja öryggi áhafnar og skips. Hlýtur slíkt að koma til skoðunar hjá eftirlitsaðilum eða lögreglu,“ segir í yfirlýsingu félagsins vegna málsins.

Karl Ingi Vil­bergs­son, lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum, segir við Fréttablaðið að málið hafi ekki komið til sín. Hann segir menn hafa velt því fyrir sér að fara í sjálf­stæða rann­sókn en virðast niðurstaðan hafa verið að sleppa því. „Þetta er spurning um það hve­nær skip á að fara í land vegna veikinda um borð og spurning hvort þarna hafi sjó­manna­lög verið brotin,“ er haft eftir honum.

Hann segir að málið yrði rannsakað ef það yrði kært. „Það er með þetta eins og hvað annað, við könnum hvort að brot hafi verið framið og hvort það séu þá refsi­heimildir fyrir því. En ég er ekki að segja að við ætlum að taka þetta mál sér­stak­lega fyrir frekar en neitt annað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -