Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Lögreglan biðlar til fólks: „Ekki hringja í okkur þegar þú ert búinn með klósettpappírinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur fólk víða um heim, líka hér á Íslandi, hamstrað ýmsar nauðsynjavörur í kórónuveirufaraldrinum. Eitt af því sem neytendur hafa hamstrað mikið af er salernispappír, meira að segja í því magni að í fjölmörgum verslunum er ekki eina einustu rúllu að finna.

Eins og þetta sé ekki ótrúlegt eitt og sér, þá er enn lygilegra að lögreglan í Newport í Oregon í Bandaríkjunum sá sig tilneydda til að birta skilaboð á Facebook-síðu sinni og biðja fólk vinsamlegast um að hringja ekki í 911 [bandaríska 112] þegar fólk væri búið með klósettpappírinn.

„Það er erfitt að skilja að við þurfum að pósta þessari færslu,“ hefjast skilaboðin. „Ekki hringja í 911 bara af því að klósettpappírinn er búinn hjá þér. Þú munt komast af án okkar aðstoðar.“

 

Í færslunni er síðan stungið upp á ýmsu sem nota má í stað klósettpappírsins þegar hann klárast, ýmsa hluti sem notaðir hafa verið í þessum mikilvæga tilgangi áður en klósettpappír varð þarfaþing á hverju heimili, kvittanir, dagblöð, tuskur, tímarit, bómullarhnoðrar og fleira. Bent er sérstaklega á að jólabæklingur Sears verslanakeðjunnar hafi verið extra þykkur og dugað þriggja manna fjölskyldu í gegnum desember til Valentínusardags.

„Notið hugmyndaflugið. Verið þolinmóð. Það er skortur á klósettpappír. Þetta mun ganga yfir. Bara ekki hringja í 911. Við getum ekki fært ykkur pappír.“

- Auglýsing -

870 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna og henni deilt um 6200 sinnum.
Þrátt fyrir að viðfangsefnið sé grafalvarlegt, þá er húmor í færslunni og líklegt að um sá sem sér umFacebook-síðuna sé fjarskyldur ættingi íslensks kollega síns sem sér um Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -