Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Lögreglan í Kópavogi skaut hund Þorsteins: „Þetta var mér mikið áfall, en Penni var dauður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Penni var mjög hvass og gætti óhemjulega vel heimilisins. Enginn ókunnugur mátti koma við neitt sem ég átti. Við fengum í langan tíma ekki neina opinbera reikninga,“ svo lýsir Þorsteinn Svanur Steingrímsson, lögreglumaður, hundinum sínum Penna í viðtali við Morgunblaðið, sunnudaginn 11. september 1988.

Þorsteinn Svanur var lögreglumaður og starfaði hjá rannsóknarlögreglunni þegar viðtalið var tekið. Hann hefur átt og þjálfað fjölda hunda. Í viðtalinu var farið yfir nokkrar þá tryggu félaga sem Þorsteinn hefur átt og er þar einn sem stendur ögn framar öðrum en það er hundurinn Penni. Örlög hundins voru voveifleg en þrátt fyrir að hafa aðstoðað í lögregluna í vinnu hennar, skaut hún og banaði hundinum.

Hundurinn Penni varð sex ára. Mynd/skjáskot tímarit.is

Penni bjargaði lífi fjölskyldunnar

Þorsteinn segir frá því hvernig hundurinn hans Penni hafi eitt sinn bjargað lífi allrar fjölskyldunnar. Þau voru stödd í sumarbústað og Þorsteinn var nýkominn út veiðitúr. Hundurinn var öllu jafna látinn sofa á næturnar í verkstæðinu en tilviljun réði því að hundinum hafi verið leyft að sofa inni í stofu hússins þá nóttina: „Í sumarbústaðnum var miðstöð sem átti það til að gassprengja. Um kvöldið fórum við að sofa eins og vant var, en um nóttina vakna ég úti á stétt.“

Sumarbústaður fjölskyldunnar var lítið timburhús með risi og sváfum þau í svefnlofti hans. „Mjög þröngur stigi lá neðan af loftinu og niður þann stiga hafði hundurinn dröslað mér og út á hlað,“ útskýrir Þorsteinn og lýsir áverkum og hversu illa særður og nagaður á handleggnum hann hafi orðið. Hundurinn hafi bitið Þorsteinn í handlegginn til að koma honum út undir bert loft eftir árangurslausar tilraunir Penna til að vekja Þorstein.

„Ég áttaði mig fljótlega á því að sprenging hafði orðið í húsinu og mér tókst að bjarga konu minni og þremur börnum út úr reykhafínu. […] Ég sá hvemig hann skreið með gólfinu þar sem ekki var reykur,“ segir Þorsteinn Svanur og lýsir því hvernig það var Penna að þakka að fjölskyldan hafi öll sloppið heil á húfi – þó tveir höfðu fengið væga reykeitrun.

Annað atvik átti sér stað á heimili Þorsteins er hann sat til kvöldverðarborðið með fjölskyldu sinni. Þá ruddust inn á heimili hans þrír menn, sópuðu öllu af borðinu og veittust að Þorsteini. „Tveir króuðu mig af við gluggann og ég barðist þar við þá en sá þriðji réðst á Helgu. Henni tókst þó að opna dymar og kalla á Penna.“

- Auglýsing -

Þorsteinn lýsir því hvernig Penni var bundinn með tommusverri kveðju við grunninn úti. Við hjálparkall konunnar tók hundurinn svo kraftmikið tilhlaup að hann sleit keðjuna og þeyttist inn fjölskyldunni til bjargar. „Hann var svo fljótur að hreinsa til að ég varð að taka skart viðbragð til þess að bjarga lífi eins af mönnunum sem hann hafði skellt á jörðina,“ útskýrir Þorsteinn Svanur.

Upprætti mál lögreglunar – sem svo drap hann

„Við Penni réttum stundum lögreglunni í Kópavogi hjálparhönd því Penni var frábær sporhundur,“ útskýrir Þorsteinn og segir frá þegar eitt sinn hafði maður ráðist á kindur í Kópavogi og leikið þær illa. Þá hafði lögreglan leitað eftir aðstoð Penna. Afbrotamaðurinn hafði flúið úr fjárhúsinu en skilið eftir smá snifsi af úlpunni sinni á ódæðisstaðnum.

„Penni þefaði af úlpusnifsinu og þefaði sig síðan að húsi og var kominn þar með kjaftinn á háls manni sem lá þar inni áður en við varð litið,“ segir Þorsteinn og útskýrir að Penni hafi kunnað að opna allar hurðir. Afbrotamaðurinn ku hafa verið svo hræddur við hundinn að hann játaði samstundis verknaðinn.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir óeigingjarnt framlag Penna og frábæra frammistöðu hans í þessu máli sem og mörgum öðrum þá urðu það örlög hans hin sorglegustu. Lögreglan í Kópavogi skaut Penna til bana þegar hann var einungis á sjötta aldursári.

„Þetta var gert fyrir misskilning og varð úr mikil rekistefna. Þetta var mér mikið áfall, en Penni var dauður og því varð ekki breytt. Þessi hundur var gæddur svo frábærum hæfileikum að eftir að ég átti hann ber ég alla hunda saman við hann og þeir eru fáir sem standast þann samanburð,“ segir Þorsteinn Svanur í viðtalinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -