Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir vel ganga að koma fólki heim frá Eyjum eftir Þjóðhátíðarhelgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nóttin fór vel fram hjá okkur núna, öllu rólegri heldur en fyrri nótt,” segir Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, en Þjóðhátíð í Eyjum lauk í nótt.

Almennt gekk hátíðin vel en Tryggvi harmar þó ofbeldisbrotið sem átti sér stað í gær. Hann segir það setja svartan blett á helgina. „Þessi líkamsárás í gærmorgun, það setur svolítið strik í reikninginn. Þetta var alvarleg árás.” Tveir aðilar voru fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi í fyrrinótt eftir alvarlega líkamsárás. Þrír menn eru í haldi vegna rannsóknar á málinu samkvæmt tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt Tryggva gengur vel að ferja fólk frá Vestmannaeyjum. „Það er búið að flytja um 2000 manns frá því tvö í nótt,” segir Tryggvi um umferðina frá Vestmannaeyjum. Þá lítur allt út fyrir að biðlistinn klárist í dag. „Veðrið er flott og þannig að þetta er bara hið besta mál. Fólk fær fína ferð heim.” Þó má búast við einhverjum töfum og þungri umferð um landið, ekki síst á Suðurlandi vegna umferðar frá Landeyjarhöfn. „Við vorum búnir að undirbúa það fyrir helgina,” segir Tryggvi um samstarfið við lögregluna á Suðurlandi. „Þeir eru að láta fólk blása og eru búnir að taka einhverja skilst mér. Þeir passa upp á aksturinn, að menn séu í lagi.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -