Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að nöktum manni í nótt eftir að tilkynning barst um að einstaklingur væri að afklæðast úti í kuldanum. Ekki liggur fyrir hvernig málinu lauk. Hefðbundin læti vegna flugelda eru hafin og bárust kvartanir vegna þess að brostið hefði á flugeldastríð. Lögreglan náði ekki að varpa ljósi á það hverjir hefðu staðið þar að verki.
Þrír eru grunaðir um þjófnað í fataverslun í miðborginni. Það mál er í rannsókn. Þá var tilkynnt um þjófnað á yfirhöfn gests á hóteli. Greiðslukort sem voru í úlpunni voru notuð í verslun í miðbænum. Lögregla var einnig kölluð til vegna þess að barn var staðið að þjófnaði. Það mál unnið í samráðí með foreldrum.
Maður var handtekinn fyrir að brjóta rúðu í leigubíl. Dólgurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi.
Öskur settu mark sitt á nóttina. Tilkynnt var um mann sem stóð á öskrinu í miðbænum en sé fannst ekki. Önnur tilkynning barst um óhljóð sem bárust frá íbúð. Þar reyndist vera um að ræða örvæntingafulla Arsenal-aðdáendur.
Mikið var um umferðaróhöpp í borginni í gærkvöld og nótt. Árekstrar urðu og ekið var staur og vegrið. Þá kom til kasta lögreglu vegna ökumanns sem lagði bifreið sinni á akrein og virtist vera ofurölvi.