Lögreglan rannsakar mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá hefur komið fram að þrír starfsmenn og einn kennari grunnskólans hafi veið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barninu. Hafi það verið lokað eitt inni í skólanum í hið minnsta tvisvar sinnum.
Hefur umboðsmaður Alþingis nú farið í að skoða innilokanir barna í skólum. Hefur Fréttablaðið, sem fjallaði um málið greint frá því að þeim hafi borist ábendingar vegna sambærilegra mála í nokkrum öðrum skólum á höfuðborgarsvæðinu.