Eftir langa strætóferð frá Reykjavík til Akureyrar réðust tveir menn sem voru farþegar í ferðinni á strætóbílstjórann og börðu hann illa, og er hann enn frá vinnu vegna árásarinnar.
Atburðarrásin var einkennileg, því lögreglan á Blönduósi blandaðist inn í málið á frekar óvenjulegan hátt; lögreglan skutlaði félaga árásarmannsins til Varmahlíðar meðan Strætó varð að bíða eftir honum. Einungis um klukkustund síðar var ráðist á bílstjórann.
Komið hefur upp úr dúrnum að farþeginn hafði ásamt ferðafélaga sínum verið til vandræða lungann úr ferðinni frá Reykjavík, að sögn bílstjórans.
Annar félaganna tveggja var skilinn eftir á Blönduósi, en hann kom aftur inn í strætisvagninn í Varmahlíð, eftir að lögreglan á svæðinu hafði óskað eftir því að vagninn biði á meðan lögreglan skutlaði manninum sextíu kílómetra leið frá Blönduósi.
Tomasz, en það er nafn strætóbílstjórans, er í veikindaleyfi; verður það í að minnsta kosti 2 vikur:
„Ég veit ekki hversu oft hann kýldi mig. Ég sat í bílstjórasætinu og hann kýldi mig. Ég má ekki kýla á móti og því reyndi ég að verja mig. Svo hætti hann en kom aftur stuttu seinna með vini sínum og þeir réðust á mig saman,“ segir hann og bætir við að enginn af þeim 20 farþegum sem voru í vagninum hafi hjálpað sér.
Hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfestir Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, að árásin sé til rannsóknar hjá embættinu.
Pétur Björnsson hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir boð hafa komið til embættisins frá fjarskiptamiðstöð um vegalausan mann á ráfi:
„Hann sagðist hafa misst af strætó á meðan hann keypti sér pylsu og varðstjórinn ákvað, því það var bíll þegar á leið til Skagafjarðar, að hann gæti fengið far,“ sagði Pétur og viðurkennir að lögreglan leggi það ekki í vana sinn að skutla fólki; hafi þetta verið gert sem greiði við manninn.
Eftir því sem Strætó hafði lögreglan samband við stjórnstöð fyrirtækisins vegna farþegans sem skilinn varð eftir á Blönduósi; lögreglan væri á alveg sömu leið; vildi koma manninum aftur um borð í strætisvagninn.
Samkvæmt Guðmundi Heiðari Helgasyni upplýsingafulltrúa Strætó hefur samstarf við lögregluna ávallt gengið vel; því hafi stjórnstöðin ákveðið að biðja strætóbílstjórann að bíða. Guðmundur Heiðar segir lögregluna aldrei hafa farið fram á slíkt áður, en að atvikið verði skoðað vel og vandlega hjá stjórnendum Strætó; hann segir beiðni lögreglu að láta strætó bíða hafa vakið mikla undrun.
„Vandamálið byrjaði í Blönduósi,“ segir Tomasz. Hann segir einnig að sem strætisvagnstjóri verði hann að fylgja áætlun í þaula og útskýrir að hann hafi verið á Blönduósi þegar einn farþeginn segir við hann að hann þurfi að fara á klósettið; Tomasz leyfir það, en segir honum að flýta sér – aðrir farþegar séu að bíða:
„Ég fann af honum alkahóllykt en vildi ekkert vesen þannig ég sagði honum að flýta sér.“
Stuttu seinna hafi annar farþegi, sem var með hinum í för, farið út að kaupa sér pulsu og að þá hafi verið liðinn ansi langur tími; því hafi Tomasz sagt manninum að hann gæti ekki beðið lengur og keyrði af stað.
Vinur hans, sem eftir var í strætisvagninum, reiddist mikið við þetta; bað hann að stöðva bílinn, sem Tomasz sagðist ekki mega; hann þurfi að halda áætlun:
„Ég varð að halda áfram að keyra til Akureyrar og stjórnstöð sagði þá við mig að ég væri að gera rétt. Svo þegar ég er kominn í Varmahlíð þá heyri ég aftur í stjórnstöð sem segir mér að bíða því að lögreglan hafi haft samband og að þau séu að skutla farþeganum sem ég skildi eftir aftur til mín.“
Tomasz beið eftir lögreglunni og farþeganum í Varmahlíð í um það bil kortér, og þegar lögreglan var komin á staðinn bað hann þá að ræða við farþegana tvo um að vera rólegir:
„Lögreglan kom inn, talaði við þá og sagði svo við mig að ef það yrðu meiri vandræði þá ætti ég að hringja í lögregluna á Akureyri.“
Þegar til Akureyrar var komið, opnar Tomasz töskurýmið fyrir farþega; bíður eftir því að þeir taki farangur sinn, þegar annar mannanna áðurnefndu kemur og segist hafa týnt hring; sakar Tomasz um stuld á hringnum. Tomasz neitar því, og segir að hann geti ekki hjálpað honum. Þá reiddist farþeginn mjög svo mikið og segist Tomasz þá hafa tekið upp hringt á lögregluna.
En á meðan dundu höggin á honum og enginn kom til hjálpar.
Heimild: Fréttablaðið