Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lögreglan skutlaði manni 60 kílómetra leið til að ná strætó: Sá barði strætóbílstjórann í klessu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir langa strætóferð frá Reykjavík til Akureyrar réðust tveir menn sem voru farþegar í ferðinni á strætóbílstjórann og börðu hann illa, og er hann enn frá vinnu vegna árásarinnar.

Atburðarrásin var einkennileg, því lög­reglan á Blönduósi blandaðist inn í málið á frekar óvenjulegan hátt; lögreglan skutlaði félaga árásarmannsins til Varmahlíðar meðan Strætó varð að bíða eftir honum. Einungis um klukkustund síðar var ráðist á bílstjórann.

Við Blönduós

Komið hefur upp úr dúrnum að far­þeginn hafði á­samt ferða­fé­laga sínum verið til vand­ræða lungann úr ferðinni frá Reykja­vík, að sögn bíl­stjórans.

Annar félaganna tveggja var skilinn eftir á Blöndu­ósi, en hann kom aftur inn í strætisvagninn í Varma­hlíð, eftir að lög­reglan á svæðinu hafði óskað eftir því að vagninn biði á meðan lögreglan skutlaði manninum sextíu kíló­metra leið frá Blöndu­ósi.

Tomasz, en það er nafn strætóbíl­stjórans, er í veikinda­leyfi; verður það í að minnsta kosti 2 vikur:

„Ég veit ekki hversu oft hann kýldi mig. Ég sat í bíl­stjóra­sætinu og hann kýldi mig. Ég má ekki kýla á móti og því reyndi ég að verja mig. Svo hætti hann en kom aftur stuttu seinna með vini sínum og þeir réðust á mig saman,“ segir hann og bætir við að enginn af þeim 20 far­þegum sem voru í vagninum hafi hjálpað sér.

- Auglýsing -
Arnfríður Gígja Arnfríðsdóttir

Hjá lög­reglunni á Norður­landi eystra, stað­festir Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dóttir, að á­rásin sé til rann­sóknar hjá em­bættinu.

Pétur Björns­son hjá lög­reglunni á Norður­landi vestra segir boð hafa komið til embættisins frá fjar­skipta­mið­stöð um vega­lausan mann á ráfi:

„Hann sagðist hafa misst af strætó á meðan hann keypti sér pylsu og varð­stjórinn á­kvað, því það var bíll þegar á leið til Skaga­fjarðar, að hann gæti fengið far,“ sagði Pétur og viðurkennir að lög­reglan leggi það ekki í vana sinn að skutla fólki; hafi þetta verið gert sem greiði við manninn.

- Auglýsing -

Eftir því sem Strætó hafði lög­reglan sam­band við stjórn­stöð fyrirtækisins vegna far­þegans sem skilinn varð eftir á Blöndu­ósi; lög­reglan væri á alveg sömu leið; vildi koma manninum aftur um borð í strætisvagninn.

Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó

Samkvæmt Guð­mundi Heiðari Helga­syni upp­lýsinga­full­trúa Strætó hefur sam­starf við lög­regluna ávallt gengið vel; því hafi stjórn­stöðin á­kveðið að biðja strætóbílstjórann að bíða. Guðmundur Heiðar segir lög­regluna aldrei hafa farið fram á slíkt áður, en að at­vikið verði skoðað vel og vandlega hjá stjórn­endum Strætó; hann segir beiðni lögreglu að láta strætó bíða hafa vakið mikla undrun.

„Vanda­málið byrjaði í Blöndu­ósi,“ segir Tomasz. Hann segir einnig að sem strætis­vagn­stjóri verði hann að fylgja á­ætlun í þaula og út­skýrir að hann hafi verið á Blöndu­ósi þegar einn far­þeginn segir við hann að hann þurfi að fara á klósettið; Tomasz leyfir það, en segir honum að flýta sér – aðrir far­þegar séu að bíða:

„Ég fann af honum alka­hól­lykt en vildi ekkert vesen þannig ég sagði honum að flýta sér.“

Stuttu seinna hafi annar far­þegi, sem var með hinum í för, farið út að kaupa sér pulsu og að þá hafi verið liðinn ansi langur tími; því hafi Tomasz sagt manninum að hann gæti ekki beðið lengur og keyrði af stað.

Vinur hans, sem eftir var í strætis­vagninum, reiddist mikið við þetta; bað hann að stöðva bílinn, sem Tomasz sagðist ekki mega; hann þurfi að halda á­ætlun:

Frá Varmahlíð

„Ég varð að halda á­fram að keyra til Akur­eyrar og stjórn­stöð sagði þá við mig að ég væri að gera rétt. Svo þegar ég er kominn í Varma­hlíð þá heyri ég aftur í stjórn­stöð sem segir mér að bíða því að lög­reglan hafi haft sam­band og að þau séu að skutla far­þeganum sem ég skildi eftir aftur til mín.“

Tomasz beið eftir lög­reglunni og far­þeganum í Varma­hlíð í um það bil kortér, og þegar lög­reglan var komin á staðinn bað hann þá að ræða við far­þegana tvo um að vera ró­legir:

„Lög­reglan kom inn, talaði við þá og sagði svo við mig að ef það yrðu meiri vand­ræði þá ætti ég að hringja í lög­regluna á Akur­eyri.“

Lögreglustöðin á Akureyri

Þegar til Akureyrar var komið, opnar Tomasz tösku­rýmið fyrir far­þega; bíður eftir því að þeir taki farangur sinn, þegar annar mannanna áðurnefndu kemur og segist hafa týnt hring; sakar To­masz um stuld á hringnum. Tomasz neitar því, og segir að hann geti ekki hjálpað honum. Þá reiddist far­þeginn mjög svo mikið og segist To­masz þá hafa tekið upp hringt á lög­regluna.

En á meðan dundu höggin á honum og enginn kom til hjálpar.

Heimild: Fréttablaðið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -