Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings við að finna vitni af atviki í Njarðvík. Þar ók maður á sendibíl niður gangandi vegfaranda og brunaði svo í burtu.
Lögreglan óskar eftir vitni og lýsir atviknu svo: „Rétt í þessu var ekið á gangandi vegfaranda á gangbrautarljósum við Reykjanesveg í Njarðvík og fór ökumaður af vettvangi án þess að huga að þeim sem ekið var á. Ökutækið er hvítur sendibíll í minni kantinum og hvetjum við ökumann til að gefa sig fram við lögreglu. Ef einhverjir hafa verið vitni að þessu þá biðjum við ykkur einnig að hafa samband.“