Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum af slysi í Breiðholti sem átti sér stað fyrir rúmri viku. Í því lést hjólreiðamaður á sjötugsaldri.
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu þessa efnis á Facebook. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar síðastliðin, en tilkynning um slysið barst kl. 8.13 Þar féll karlmaður á sjötugsaldri af reiðhjóli og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans, en maðurinn lést á spítalanum tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram,“ segir í tilkynningunni.