Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan varar við ógnandi og grófum sendingum – Reyna að kúga fé út úr viðtakanda með hótunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan varar fólk við óprúttnum tölvuþrjótum sem senda póst á fólk og reyna að kúga fé út úr því.

Í póstinum er fólki tilkynnt að sendandinn hafi komist í tölvu viðtakanda og hafi yfirtekið tölvuna og náð myndefni af viðkomandi þar sem hann eða hún er að skoða klámsíður. Ef greiðsla berist ekki innan tiltekins tíma og með bitcoin eða annari rafmynt þá verði þessu myndefni af brotaþola dreift.

Lögreglan lýsir skilaboðunum sem ógnandi og grófum. Þá hefur sendandinn með einhverju móti komist yfir lykilorð viðkomandi.

„Það sem gerir þetta sérlega ógnandi er að oft segjast þeir hafa leyniorð viðkomandi og sína lykilorð sem viðkomandi hefur notað,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Lögregla biður fólk þá um að halda ró sinni og segir að um innantómar hótanir sé að ræða.

„Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif.“

- Auglýsing -

Lögregla hvetur þá fólk til að tilkynna netsvind til lögreglu ef þau verða fyrir slíku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -