Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann. Er sá grunaður um aðild að líkamsárás, hótunum, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn var færður í fangageymslu en rannsókn stendur yfir.
Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í tveimur verslunum. Annar þjófurinn komst undan og liggur annar undir grun. Bæði málin eru nú á borði lögreglu og verða skoðuð.
Stuttur eltingaleikur varð í gærkvöldi þegar ökumaður sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn. Þegar hann loks stöðvaði bílinn kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Tilkynning barst vegna unglinga með ógnandi hegðun við Egilshöll í Grafarvogi. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem ungmennin eru tilkynnt en kemur fram að hegðunin hafi verið endurtekin síðustu daga.
Ein líkamsárás var tilkynnt lögreglunni og rannsakar hún málið.