Unglingsstúlka hefur verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun eftir að alvarlegt atvik varð í Kópavogi snemma í kvöld. Þar var unglingspilti veittir áverkar með eggvopni, en nú liggur fyrir að það var af völdum stúlkunnar. Mikill viðbúnaður var vegna málsins, en í fyrstu var talið að ókunnugur maður hefði staðið að árásinni, en svo reyndist ekki vera.
Sjá einnig: Karlmanns leitað í Kópavogi í viðamikilli lögregluaðgerð – Réðst á 2 unglinga
Sjá einnig: Leit hætt – Málavextir ekki eins og talið var
Líðan piltsins er eftir atvikum, en hann er ekki lífshættulega slasaður.
Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda.