Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV og krefst miskabóta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni netmiðilsins DV. Maðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist. Málið snýst um frétt sem birt var á vef DV þann 16. febrúar undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“.

Í fréttinni er fjallað um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti. Fréttinni fylgdi mynd af umræddum lögreglumanni og var hann nafngreindur.

Fréttin byggir á færslu meinst brotaþola á  samfélagsmiðlum. Þá er vísað í læknisskýrslu um áverka við handtöku.

Fréttin er enn í birtingu á vef DV en hefur verið uppfærð. Fyrirsögn hefur verið breytt og myndin hefur verið fjarlægð. Þá hefur yfirlýsingu sem lögregla sendi frá sér eftir að ásakanirnar komu upp verið bætt við fréttina.

Svona er er fyrirsögnin núna. Mynd / Skjáskot af DV

Í yfirlýsingu sagði lögregla að upptökur úr myndavélum lögreglu sýndu að
maðurinn hefði þegar verið með áverkana þegar lögregla skarst í leikinn. Þar sagði að aðgerðir lögreglu hefðu verið í samræmi við verklagsreglur.

- Auglýsing -

Fréttablaðið segir frá innihaldi stefnunnar þar sem fram kemur að umræddri frétt hafi verið breytt eftir að stefndu var sent kröfubréf, þá var mynd af stefnanda og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Í stefnunni segir að þessar breytingarnar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Þar segir að stefnda hafi ekki séð sóma sinn í að biðja stefnanda afsökunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -