Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lögreglumenn ævareiðir vegna Ásmundarsalsmálsins og engin dagbók send út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil og almenn reiði ríkir innan raða lögreglunnar út af refsingu lögreglumannana tveggja sem voru í Ásmundarsal og gáfu upp í dagbók að hæstvirtur ráðherra hefði verið á meðal hinna brotlegu. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru lögreglumenn ævareiðir út af þeim úrskurði eftirlitsnefndar að áminna beri lögreglumennina sem komu á vettvang í Ásmundarsal, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ásamt fjölda annarra braut sóttvarnarreglur.

Ein afleiðing af þessu er að dagbók lögreglunnar var ekki send til fjölmiðla klukkan hálf sjö í morgun eins og venja hefur verið. Lögreglumenn mun nú ráða ráðum sínum um það hvort upplýsingarnar verði sendar út eins og venja hefur verið. Mikil samstaða er með lögreglumönnunum sem hafa verið snupraðir vegna Ásmundarsalsmálsins.

Lögreglumennirnir hafa verið áminntir af Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu og er vísað til ummæla úr búkmyndavélum þeirra varðandi ráðherrann og framakonur í Sjálfstæðisflokknum sem voru í hinum umdeilda gleðskap. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru þó ekki öll kurl komin til grafar varðandi framkomu gesta við lögreglumennina.  Niðurstaða Eftirlitsnefndar var á þann veg að háttsemi lögregluþjóna á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu geti talist ámælisverð og að tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Þá telur nefndin að auk þess að rannsaka frekar þátt lögreglumannana beri einnig að endurskoða þær verklagsreglur sem snúa að samskiptum lögreglu við fjölmiðla, en í skýrslu kemur fram að „ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af þessu tagi“ þar sem sagt var frá aðkomu hæstvirts ráðherra að sóttvarnarbrotinu.

Valdir hljóðbútar af upptökum hafa ratað í fjölmiðla nú þegar, en dagbók lögreglunnar var hins vegar ekki send út til fjölmiðla nú í morgun eins og venja hefur verið. Heimildir Mannlífs herma að lögreglumenn treysti sér ekki til að senda út þessar upplýsingar að svo stöddu og að öllu óbreyttu, en laganna verðir muni hins vegar ræða sín mál innbyrðis og meta hvort ástæða þyki til að senda fleiri dagbókarfærslur til fjölmiðla héðan í frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -