Nokkuð var um beiðnir um aðstoð við veikt fólk og einstaklinga í annarlegu ástandi í nótt. Alls fékkst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við 55 mál þessa vornótt.
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, sterklega runaður um ölvun við akstur. Honum var dregið blóð og hann síðan látinn laus að lokinni sýnatöku.
Minniháttar eignarspjöll áttu sér stað í miðborginni. Skemmdarvargur gripinn og málið var afgreitt á vettvangi.
Litlu mátti muna að illa færi þegar ekið var á gangandi vegfaranda í Garðabæ. Blessunarlega reyndust meiðsli vera minniháttar. Fórnarlambið var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunnar,
Ökumaður var stöðvaður í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Líkamsárás átti sér stað á svipuðum slóðum. Meið’sli reyndust vera minniháttar og málin gerð upp á vettvangi.
Búðaþjófar voru á ferð í gærkvöld. Tveir voru staðnir að verki og málin gerð upp á staðnum.
Lögreglan í miðborginni og Vesturbænum gerði í gær rassíu til að leita uppi ótryggðar bifreiðar. Klippurnar voru á lofti og skráninganúmer voru fjarlægð, eigendum til mikils ama. Búist er við að leitin að ólöglegum ökutækjum haldi áfram á næstunni.