Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Lögreglumenn vilja fá rafbyssur í sína þjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Pressan frá lögreglumönnum sjálfum hefur verið sú að fá eitthvert tæki þar sem þeir geta yfirbugað fólk úr fjarlægð. Og þá hefur verið talað um þessar rafbyssur verði meira skoðaðar og svona boltabyssur líka en það er komið styttra á veg. Þetta er hugsað aðallega sem öryggi lögreglumanna og borgaranna, að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum, heldur sé hægt að yfirbuga fólk úr fjarlægð,“ segir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna.
Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn vilja fá rafbyssur í sína þjónustu. Það gæti bætt öryggi þeirra sjálfra og líka borgaranna.

Tvær skotárásir urðu með þriggja daga millibili í Reykjavík fyrir og um síðustu helgi, þar sem þrjár manneskjur særðust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að til greina komi að lögreglan bæti rafbyssum við búnað sinn. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir umræðu um kosti og galla rafbyssa hafa staðið árum saman, og meðal annars rætt um hættuna sem þeim fylgir. Dæmi sýni að illa geti farið, til dæmis ef skotið er á manneskju með gangráð eða slíkt.

Til þess hafi lögreglan núna piparúða, en margir telji rafbyssur betri en að fá úðann í augu og húð. Næsta tæki sé kylfa sem skaði geti hlotist af. Fjölnir segir slysin verði helst þegar lögreglan lendir í átökum við æst fólk í annarlegu ástandi. Eins geti rafbyssa verið góður kostur þegar átt er við mann með hníf, en hnífaburður hafi aukist mjög. Fjölnir segir lögreglumenn vilja bæta þessum búnaði við.

„Já, mér heyrist það og það hefur svo sem verið afstaða Landssambands lögreglumanna í mörg ár að það eigi að skoða þennan möguleika, fara í gegnum það og kanna hvort þetta sé ekki örugglega öruggur möguleiki fyrir borgarana, að þetta sé valdbeitingartæki sem sé öruggt. Ég get ekki betur heyrt á lögreglumönnum annað en að þeir vilji fá þetta tæki til viðbótar við annað.“

Fjölnir segir að hugmyndin sé ekki að allir lögreglumenn verði vopnaðir rafbyssum, heldur að þær verði í bílunum og annar lögreglumannanna megi beita þeim. Sá þurfi að hafa lokið lögreglunámi og fengið sérstaka þjálfun í beitingu vopnsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -