Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lokaður inni í ellefu daga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bændur efst á Jökuldal og í Hrafnkelsdal komast nú leiðar sinnar á ný eftir að vegurinn var opnaður eftir ellefu daga ófærð. Veggurinn í göngunum sem myndaðist við moksturinn í Eiríksstaðamjósundum er um fimm metra hár. Aðalsteinn Sigurðarson, bóndi á Vaðbrekku, hefur ekki séð slíkt fannfergi um árabil.

 

Aðalsteinn Sigurðarson, bóndi á Vaðbrekku á leið heim úr fjárhúsunum í morgun. Mynd/AS

„Í þessi sex ár síðan ég byrjaði að búa hefur verið frekar snjólétt en ég man eftir svona árferði þegar ég var gutti og bjó hér í sveitinni. Mest var fannfergið árið 1995,“ segir Aðalsteinn sem rekur sauðfjárbú á Vaðbrekku með rúmlega 400 kindur. Einnig hafa bændur á Aðalbóli og Brú verið innlyksa í ófærðinni enda ekkert verið hægt að moka í tæpar tvær vikur. Að auki hefur verið óvenju kalt, rokkað frá -1°C upp í -16°C, þegar við heyrum í Aðalsteini eru -10°C.

Taka skal fram að enn hefur vegurinn inn í Hrafnkelsdal, þar sem bæirnir Aðalból og Vaðbrekka eru staðsettir, ekki enn verið mokaður en þar er hægt að komast leiðar sinnar á stórum jeppum með því að hleypa vel úr dekkjum. Beðið er betra veðurs til að hægt verði að moka.

Veggurinn í göngunum sem myndaðist við moksturinn er 5 metra hár öðrum megin og 2,5 metra hár hinum megin. Mynd/Aðalsteinn Sigurðarson

„Ég hef haft það fínt enda alltaf nóg af kjöti í frystikistunni og langt frá því að maður sé matarlaus. Ég fékk hins vegar allra nauðsynlegustu vistir fyrir nokkru áleiðis upp Dalinn og sótti þær á snjósleða,“ segir Aðalsteinn en taka skal fram að 90 kílómetrar eru frá Vaðbrekku til Egilsstaða í næstu matvöruverslun.

„Við tökum þessu með ró enda lítið annað hægt að gera, þó ég viðurkenni að þetta er farið að verða svolítið þreytandi. Til dæmis hefur ekkert verið hægt að hleypa fénu út og varla hægt að opna glugga á fjárhúsunum sem eru ekki kjöraðstæður fyrir kindurnar.“

Snjógöng í Eiríksstaðamjósundum vorið 1975. Mynd/Sigríður Sigurðardóttir

Árið 1975 var einnig mjög harður vetur og snjógöngin í Eiríksstaðamjósundunum há. „Það er til mynd af gamla Willys-jeppanum sem amma og afi áttu á þeim tíma í þessum göngum og gaman að bera myndina saman við ástandið nú. Núna er efri kanturinn á göngunum um fimm metra hár og sá neðri í kringum tvo og hálfan metra.“

- Auglýsing -

Aðalsteinn deilir lífi sínu í sveitinni á Instagram undir notendanafninu @allitarfur.

Uppfært 20. mars kl. 16.09: Skafrenningur og kóf hefur verið á Jökuldal í allan dag og vegurinn því aftur orðinn ófær.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -