Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lokaverkefni verður að einstakri barnabók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Eva Guðbjargardóttir Thapa skrifaði um lyfjabrunn barna í lokaverkefni sínu í sjúkraliðanámi í vor.

 

Eftir hvatningu kennara síns ákvað Þórunn að gera verkefnið að barnabók. Bókin Mía fær lyfjabrunn er nú að verða að veruleika með sögu Þórunnar og teikningum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.

„Eldri sonur minn, Jón Sverrir, þurfti að fá lyfjabrunn í byrjun árs 2017 og á þeim tíma fannst mér vanta haldbærar upplýsingar fyrir mig til að geta talað við hann og sýnt honum lyfjabrunninn og hvað hann gerir,“ segir Þórunn. „Upplýsingar má finna á heimasíðu Landspítalans, en maður fær ekkert í hendurnar.

Á vef Landspítalans kemur fram að lyfjabrunnur sé lítið kringlótt málmhylki sem komið er fyrir undir húð. Við hylkið er tengdur örmjór leggur sem þræddur er inn í bláæð í brjóstholi. Á hylkinu er himna úr plastefni sem hægt er að stinga í gegnum. Í lyfjabrunninn er hægt að gefa lyf, vökva, næringu og blóðhluta. Einnig má nota hann til blóðsýnatöku þegar ekki er unnt að taka blóð með hefðbundinni aðferð.

Aðspurð um hvort tækið sjáist undir húðinni svarar Þórunn því neitandi. „Það er aðallega örið sem sést og börn eru stundum spurð út í það. Hjá syni mínum er smáblámi í húðinni þar sem lyfjabrunnurinn er.“

Bergrún Íris Sævarsdóttir skapar Míu með frábærum teikningum sínum.

Hvött til að skrifa bók

- Auglýsing -

Þegar kom að lokaverkefninu í sjúkraliðanáminu hjá Þórunni óskaði hún eftir að fá að tengja það við andlega og líkamlega heilsu barna sem fá lyfjabrunn og var það auðsótt. „Ég skrifaði lokaverkefnið um þetta ferli og breytinguna á mínu barni en það létti allt fyrir hann að fá lyfjabrunninn.“

Þórunn fékk góða einkunn fyrir lokaverkefnið. „Þá kom sú hugmynd að gera verkefnið að bók og kennarinn var duglegur að hvetja mig til þess.“

Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði mynd fyrir lokaverkefnið og kom engin önnur en hún til greina að sögn Þórunnar þegar kom að því að myndskreyta bókina. „Hún teiknaði myndir og hjálpaði okkur með Zebrabörn og var ein teiknara í dagatalinu sem við gáfum út fyrir tveimur árum. Ég var svo ánægð með samstarfið við Bergrúnu, hún er svo heilsteypt og flott og tók vel í hugmyndina að bókinni um Míu og er spennt fyrir þessu.“

- Auglýsing -

Þórunn og yngri sonur hennar, Erik Valur, fundu myndir af börnum á Netinu sem þeim fannst krúttleg. „Þetta barn er með krúttlegt hár, annað með frekjuskarð og svo framvegis. Bergrún blandaði þeim síðan saman eftir hugmyndum okkar. Bókin um Míu er tilbúin í höfðinu á mér og fyrstu drög eru komin til Bergrúnar og við erum búnar að hittast og setja hana upp,“ segir Þórunn, sem leggur áherslu á að vanda til verka.

Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði mynd fyrir lokaverkefnið og kom engin önnur en hún til greina að sögn Þórunnar þegar kom að því að myndskreyta bókina.

„Við viljum hafa hana vel unna þar sem hún er fyrir börn upp að 18 ára aldri, ég vil frekar gera hana vel úr garði en flýta mér. En við stefnum að útgáfu næsta vor. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur styrkt okkur og Prentmiðlun mun styðja okkur líka,“ segir Þórunn en hún er að leita fleiri styrkja svo að útgáfan verði að veruleika.

Mía og afi Óli. Í bókinni á Mía trúnaðarvin í Óla afa sínum, sem byggður er á alvöruafa Óla, afa eiginmanns Þórunnar Evu. „Hann lést sumarið 2018 og söknum við hans mikið. Afi Óli var einstakur maður.“

Börn með lyfjabrunn fá bókina að gjöf

„Þetta er þekkt en ekki rosalega algengt,“ svarar Þórunn aðspurð um hversu mörg börn fái lyfjabrunn á ári. „Kannski að meðaltali 20 börn á ári, ég er þó ekki með nákvæmar tölur, en eins og í fyrra greindust mörg börn með krabbamein.

„Öll börn sem fá lyfjabrunn munu fá bókina að gjöf frá okkur, annaðhvort hjá sínum lækni eða á Landspítalanum.“

Öll börn sem fara í krabbameinsmeðferð fá lyfjabrunn í byrjun meðferðar og svo er alltaf eitt og eitt barn sem þarf lyfjabrunn, sérstaklega börn sem sjá fram á margar lyfjagjafir eða blóðprufur, eða börn sem eiga við meltingarvandamál að stríða sem fá lyfjabrunn til að dæla inn næringu,“ segir Þórunn.

„Öll börn sem fá lyfjabrunn munu fá bókina að gjöf frá okkur, annaðhvort hjá sínum lækni eða á Landspítalanum, við erum ekki alveg búnar að útfæra það. En svo er mikill áhugi fyrir bókinni þannig að við munum líklega selja hana líka.“

Lesa má nánar um Míu verkefnið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -