Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Loksins litið á brennó sem alvöruíþrótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Keppt verður í brennibolta í fyrsta sinn á landsmóti Ungmennafélags Íslands á Sauðárkróki í sumar. Sólveig Sigurðardóttir, talskona brennóiðkenda á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla spennu ríkja meðal hópsins fyrir mótinu. Hún vonar að í framtíðinni verði hægt að æfa brennibolta skipulega undir handleiðslu þjálfara.

„UMFÍ langar að bjóða upp á hreyfingu sem höfðar til sem flestra. Þeir höfðu heyrt af allskonar hópum um allt land sem voru að spila brennibolta og langaði að höfða til breiðs hóps. Brennibolti er íþrótt sem allir þekkja úr barnæsku og allir geta rifjað upp, tekið þátt og haft gaman af,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, talskona Brennóbomba, hóps kvenna á höfuðborgarsvæðinu sem æfir brennibolta.

Í fyrsta sinn í ár verður keppt í brennibolta á landsmóti UMFÍ, Ungmennafélags Íslands. Landsmótið fer fram þann 12. til 15. júlí á Sauðárkróki, en Sólveig segir að Brennóbomburnar hafi verið himinlifandi þegar kom í ljós að brennibolti yrði meðal keppnisgreina.

„Ég gjörsamlega fríkaði út af spenningi þegar ég fékk þessar fregnir og ég held að hinar bomburnar hafi ekki verið síður spenntar.

Það er líka svo gaman að fólk sé loksins farið á líta á brennibolta sem íþrótt og uppgötva hvað þetta er ótrúlega góð og mikil hreyfing. Mér finnst líka mjög jákvætt að það sé verið að breikka rammann þegar það kemur að keppnisíþróttum. Ég vona að þessi áhugi haldi áfram og að í framtíðinni verði hægt að æfa brennibolta á öllum aldri undir handleiðslu þjálfara. Það væri frábært.“

Karlmenn keppa líka

Sólveig er spennt fyrir sumrinu.

Virkir brennóhópar, sem hittast reglulega, eru staðsettir í Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík, á Blönduósi og Sauðárkróki. Sólveig er ekki viss hve mörg lið hafa skráð sig til leiks á landsmótinu, en hún útilokar ekki að aðrir en þeir sem eru virkir brennóðikendur slái til og keppi í sumar.

„Ég er alveg viss um að það séu einhverjir hressir vinahópar eða æfingafélagar sem ákveða að slá til og taka smátrylling í brennó á Landsmóti,“ segir Sólveig.

- Auglýsing -

Sólveig tilheyrir, eins og áður segir, hópnum Brennóbombur sem hittist reglulega allt árið um kring á höfuðborgarsvæðinu og spilar brennó. Sá félagsskapur er eingöngu fyrir konur en á landsmótinu mega karlmenn einnig keppa í sportinu. Hvernig leggst það í Sólveigu?

„Það leggst órúlega vel í mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig þátttakan verður. Brennóbomburnar æfa tvisvar sinnum í viku í Kórnum í Kópavogi yfir vetrartímann en eru með eina opna æfingu í mánuði fyrir bæði kynin. Hingað til hefur það vakið mikla lukku. Mér sýnist strákarnir vera alveg jafnspenntir fyrir íþróttinni þegar þeir mæta á völlinn og eru enn spenntari að æfingu lokinni, þegar þeir eru búnir að uppgötva hvað þetta er ótrrúlega skemmtileg og mikil hreyfing,“ segir Sólveig.

Keppt er í brennibolta laugardaginn 14. júlí á landsmótinu og fer fjöldi leikja eftir fjölda þátttakenda. Sólveig segir Brennóbomburnar mjög spenntar fyrir því að keppa í íþróttinni á stærri vettvangi, en þær hafa haldið opinber Íslandsmeistaramót í brennó um áraskeið. „Stemninginn er ótrúlega góð og allar hlakkar til að koma saman á Króknum og hafa ótrúlega gaman af.“

- Auglýsing -

Ólétt og getur ekki keppt

Sólveig hefur æft brennó um árabil og því liggur beinast við að spyrja hvort hún ætli ekki sjálf að keppa í sumar. „Úff, ég ætla ekki að segja þér hvað það er erfitt að svara þessari spurningu neitandi en ég get því miður ekki verið með sem keppandi í ár. Ég er barnshafandi og verð líklega með aðeins of stóran bolta framan á mér í sumar,“ segir Sólveig brosandi.

En þarf maður að vera einhverjum sérstökum hæfileikum gæddur til að spila brennibolta?
„Nei, alls ekki. Þetta er svo fjölbreytt íþrótt að það virðast allir finna sig í einhverju inni á vellinum, hvort sem það er að hlaupa, kasta, grípa eða að forðast boltann. Það sem mestu máli skiptir er að halda í gleðina sem fylgir þessari íþrótt og hafa húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Svo er voða gaman þegar það fær að skína í smávegis keppnisskap svona inn á milli,“ segir Sólveig kankvís og bætir við að það sé lítið mál að slást í hópinn með Brennóbombum á höfuðborgarsvæðinu.

Brennó er góð skemmtun.

„Við æfum í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi á mánudögum og miðvikudögum klukkan 21.00 yfir vetrartímann en á sumrin er æft úti þegar verður leyfir. Allar konur átján ára og eldri eru velkomnar til okkar. Fyrsti tíminn er alltaf ókeypis og því er um að gera að taka af skarið, kíkja á okkur og prófa. Ég lofa taumlausri gleði og brjálaðri brennslu í sjúklega skemmtilegum félagskap. Það er líka hægt að finna okkur á Facebook undir nafninu Innibrennó. Eins eru hinir brennóhóparnir á Facebook líka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -