Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Lokuðu á Laugavegi vegna hringlandaháttar borgaryfirvalda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórtán mánuðum eftir að versluninni Kúnígúnd var lokað við Laugaveg 53 stendur verslunarhúsnæðið enn autt.

„Það er einfalt svar við því, fólk er ekki að sækja Laugaveginn og þar af leiðandi finnst fólki ef til vill ekki borga sig að opna þar verslun,“ segir Jórunn Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Kúnigúnd í Kringlunni, um ástæður þess að húsnæðið við Laugaveg 53 stendur enn autt, fjórtán mánuðum eftir að versluninni þar var lokað. Verslunin Kúnígúnd var rekin í 37 ár á Laugavegi, síðast undir stjórn Þóru.

Spurð hvers vegna versluninni hafi verið lokað segir hún að það hafi einfaldlega verið of lítið að gera. „Bílastæðum í grennd við búðina var fækkað. Það voru upphaflega fimm stæði hinum megin við götuna en þau voru komin niður í þrjú og hjá einu var staur sem gerði að verkum að viðskiptavinir okkar, einkum þeir eldri, áttu erfitt með leggja í stæðið og neyddust jafn vel til að hætta við. Við urðum reglulega vitni að því. Fyrir utan það ruglaði umræðan um Laugaveg sem göngugötu marga í ríminu. Fólk vissi hreinlega ekki lengur hvort það gæti ekið upp að búðinni eða hvort það þyrfti að labba. Það fældi marga frá.“

Hún segir að viðskiptavinirnir, ekki síst þeir eldri sem eru búsettir við Skúlagötu, hafi eðlilega orðið mjög leiðir þegar versluninni var lokað við Laugarveg. „Þetta voru fastakúnnar sem áttu í viðskiptum við búðina í mörg ár og gerðu sér oft sérstaka ferð í hana. Þeim fannst skelfilegt að sjá á eftir henni. Okkur þótti ekki síður leiðinlegt að þurfa að loka henni, en maður verður að fá eitthvað í kassann til að geta rekið hlutina.“

Sjá einnig: Tinna lokar verslun sinni á Laugavegi: „Ég er ekkert að grínast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt“

Mörg rótgróin fyrirtæki búin að loka við Laugaveg

- Auglýsing -

Þóra segir að svona sé þetta búið að vera við Laugaveg síðustu ár. Þar hafi hvert rótgróið fyrirtækið á fætur öðru neyðst til að loka vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Sigurboginn, Lífsstykkjabúðin og Herrahúsið,“ nefnir hún sem dæmi. „Búðir sem voru reknar við góðan orðstír við götuna um árabil. Aðrar verslanir, eins og Jón & Óskar, hafa þurft að minnka við sig. Sum fyrirtæki hafa ekki séð annan kost í stöðunni en að fara með starfsemina annað, þar sem aðgengi er betra, og einhver hafa blómstrað.“

Í því samhengi nefnir Þóra að rekstur verslana Kúnígúndar, annars vegar á Glerártorgi á Akureyri og hins vegar í Kringlunni, þar sem hún er verslunarstjóri, gangi ljómandi vel. „Já, þær búðir ganga mjög vel. Þar er líka nóg af bílastæðum og aðgengi gott,“ bendir hún á og segist vera mjög ánægð með fyrirkomulagið þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -