Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Lúsmýið sækir í Vinstri græn en er síst fyrir Pírata

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tæplega fjórðungur landsmanna hafa verið bitnir af lúsmýi síðastliðna tólf mánuði. Þá þekkja 59% einhvern sem hefur verið bitinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir stóðu fyrir. Vísir greinir frá.

Í könnuninni var hægt að taka fram stjórnmálaskoðanir og er athyglisvert að sjá mismunandi niðurstöður eftir skoðunum. Stuðningsmenn Vinstri grænna virðast líklegastir til að vera bitnir en 34% sögðust hafa orðið fyrir barðinu á lúsmý. Stuðningsmenn Viðreisnar og Framsóknarmanna eru einnig líklegir til að fá bit en um þriðjungur beggja hópa hefur verið bitinn.

„Þetta segir okkur augljóslega að við erum hluti af þessari stóru lífveru sem náttúran er í meira mæli en aðrir,“ hefur Vísir eftir Kolbeini Óttarsyni Proppé, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Þá hefur hann sjálfur ekki verið bitinn af lúsmýi í sumar þrátt fyrir tíða dvöl í sumarbústað í Þjórsárdal. „Þetta er ekki enn komið þangað en það hlýtur eiginlega að vera tímaspursmál hvenær það gerist. Maður heyrir af þessu víða í uppsveitum Suðurlands.“

Stuðningsmenn Pírata virðast hafa sloppið best enn um 16% sögðust hafa fengið bit. Þá svöruðu 19% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins játandi, 22% Samfylkingarinnar og um fjórðungur stuðningsmanna Flokks fólksins.

Fyrst vart við lúsmý árið 2015

Landsmenn urði fyrst varir við lúsmýið í Hvalfirði 2015. Nú hefur það gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sumarbústaðafólk hefur þurft að yfirgefa bústaði sína víða á Suðurlandi vegna ónæðis frá mýinu en stungur þess geta valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Til eru dæmi um fólk sem hefur selt sumarbústaði sína vegna faraldursins svo ljóst er að smádýrin valda miklum usla.

Sjá einnig: Heitar teskeiðar og laukur í baráttunni gegn lúsmýi

- Auglýsing -

Lúsmýið er rúmur millimetri að stærð og sést vart með berum augum en líkist helst frjókornum sem virðast fjúka um loftið en stekkur á menn og dýr, nærist á blóði og skilur svo eftir sig ljót sár. Mýið bítur jafnt utan- sem innandyra og smýgur inn í fatnað sem og í hársvörð svo erfitt er að verjast bitum. Húðin verður rauð, bólgin og hnúðakennd en mikill kláði fylgir í kjölfarið. Að öðru leyti ættu bitsár ekki að valda óþægindum nema viðkomandi hafi ofnæmi fyrir skordýrabiti.

Faraldur á Facebook

„Lúsmýið er komið og greinilega til að vera. Slæm sending og virkilega aggresíft kvikindi. Síðasta nótt var erfið og ég kvíði sannarlega komandi nætur. Þessi mynd af handlegg mínum er nánast að endurtaka sig.“ Þetta skrifaði Karl Tómasson, trymbill Gildrunnar og bæjarstjórnarmaður í Mosfellsbæ, á Facebook síðu sinni. „Hún réðist beint á æðina á handlegg mínum. Þetta er svakalega slæm sending. Bitin eru vond, maður finnur fyrir þeim og kláðinn er mikill.“

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur einnig greint frá því að vera bitinn af lúsmý. Þá hefur Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlakona lýsti yfir komu lúsmýsins til Hveragerðis: „Illa innrætt lúsmý sækir nú á Hvergerðinga, ekki síst um kyrrar nætur,“ skrifaðir Hildur Helga á Facebook. „Kemur, að sögn spakra manna, úr Biskupstungum, herjar nú á Hveró og sækir til Reykjavíkur. Þessi óféti bíta allt sem fyrir verður, en eru sem næst ósýnileg berum augum. Er sjálf tilvonandi ofurfyrirsæta í virtum læknatímaritum, þar sem hjúkrunarvaktin baðst góðfúslega leyfis til myndatöku í morgun, „til að sýna læknunum í hádeginu“. Hefði gjarnan viljað vera án þessarar upphefðar, en hvað samþykkir kona ekki í þágu vísindanna.“

Landsmenn sem hafa orðið fyrir barðinu á lúsmýinu geta leitað ráða í Facebook hópnum Lúsmý á Íslandi. Meðlimir eru um 2500 íslendingas sem skiptast á öllum mögulegum upplýsingum um smádýrin. Þar má finna reynslusögur af bitum, úrræðum og kortlagningu á útbreiðslu vargsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -