Föstudagur 18. október, 2024
6.8 C
Reykjavik

Lyfsalinn og þingmaðurinn í hörkuslag um toppinn í Norðvesturkjördæmi- Ólafur ógnar stöðu Teits

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörkuslagur er hjá sjálfstæðismönnum í Norðvesturkjördæmi um efsta sætið á lista flokksins. Fyrirsjánalegt brotthvarf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjör Gylfadóttur hefur orðið til þess að opna á baráttuna.

Þegar liggur fyrir að tveir berjast um efsta sætið. Teitur Björn Einarsson varð þingmaður þegar Haraldur Benediktsson sagði af sér þingmennsku og gerðist bæjarstjóri á Akranesi. Hann vill nú leiða í kjördæminu. Ólafur Adolfsson, lyfsali og knattspyrnukappi, rær á sömu mið og vill verða leiðtogi. Hermt er að hann njóti gríðarlegs fylgis og sé sigurstranglegri í baráttunni. Teitur Björn nýtur þess aftur á móti að vera sonur Einars Odds Kristjánsson, fyrrerandi þingmanns og héraðshöfðingja á Vestfjörðum. Þá er Teitur afar handgenginn Bjarna formanni og Þórdísi Kolbrúnu og talinn vera hluti af valdakjarna flokksins. Þetta getur unnið gegn honum í baráttunni um toppinn.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Facebook.

„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga var hárrétt. Kyrrstaða í málum sem eru jafn mikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni er óásættanleg,“ segir í framboðsyfirlýsingu Teits.

Ólafur Adolfsson nýtur þess að hafa lengi starfað í bæjarstjórnarmálum á Akranesi. Þá er hann goðsögn í verslunarrekstri. Hann var einyrki í rekstri apótekst á Akranesi og stóð í stríðu við einokunarkeðju í rekstri apóteka og sigraði. Í dag rekur hann okkur apótek á Vesturlandi.

„Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í hinu víðfeðma Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru með öflugum hópi Sjálfstæðisfólks,“ segir í yfirlýsingu Ólafs.
Viðmælendur Mannlífs í kjördæminu töldu að Ólafur væri sigurstranglegri en Teitur Björn. Enn er leitað að konu til að skipa eitt af efstu sætunum. Niðurstaðan gæti orðið sú að annað hvort Teitur eða Ólafur lentu í vonlaus sæti á listanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -