Hörkuslagur er hjá sjálfstæðismönnum í Norðvesturkjördæmi um efsta sætið á lista flokksins. Fyrirsjánalegt brotthvarf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjör Gylfadóttur hefur orðið til þess að opna á baráttuna.
Þegar liggur fyrir að tveir berjast um efsta sætið. Teitur Björn Einarsson varð þingmaður þegar Haraldur Benediktsson sagði af sér þingmennsku og gerðist bæjarstjóri á Akranesi. Hann vill nú leiða í kjördæminu. Ólafur Adolfsson, lyfsali og knattspyrnukappi, rær á sömu mið og vill verða leiðtogi. Hermt er að hann njóti gríðarlegs fylgis og sé sigurstranglegri í baráttunni. Teitur Björn nýtur þess aftur á móti að vera sonur Einars Odds Kristjánsson, fyrrerandi þingmanns og héraðshöfðingja á Vestfjörðum. Þá er Teitur afar handgenginn Bjarna formanni og Þórdísi Kolbrúnu og talinn vera hluti af valdakjarna flokksins. Þetta getur unnið gegn honum í baráttunni um toppinn.
„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga var hárrétt. Kyrrstaða í málum sem eru jafn mikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni er óásættanleg,“ segir í framboðsyfirlýsingu Teits.
Ólafur Adolfsson nýtur þess að hafa lengi starfað í bæjarstjórnarmálum á Akranesi. Þá er hann goðsögn í verslunarrekstri. Hann var einyrki í rekstri apótekst á Akranesi og stóð í stríðu við einokunarkeðju í rekstri apóteka og sigraði. Í dag rekur hann okkur apótek á Vesturlandi.