- Auglýsing -
Fjármögnunarfyrirtækið Lykill sendi fyrr í þessum mánuði Fjármálaeftirlitinu umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki.
Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, greinir frá. Þar segir að markmið Lykils með þessu sé hagstæðari fjármögnun. Starfsleyfi sem viðskiptabanki heimilar Lykli að taka á móti innlánum frá almenning. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé að bjóða upp á innlánsreikninga á netinu.
Lykill er eignaleigufyrirtæki sem fjármagnar bíla og tækjakaupa einstaklinga og fyrirtækja.
Lykill hét áður Lýsing. Á sínum tíma keypti Lýsing hf. Lykil, eignaleigusvið MP banka.